Handbolti

Neyddust til að færa handboltalandsleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Dana.
Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Dana. vísir/getty
Það var búið að selja 13 þúsund miða á landsleik Þýskalands og Danmerkur í handbolta sem átti að fara fram á föstudag en nú hafa Þjóðverjar neyðst til þess að færa leikinn.

Ástæðan er sú að Lanxess-höllin í Köln var tvíbókuð á föstudag. Þar átti einnig að fara fram leikur í úrslitakeppninni í íshokkí í Þýskalandi.

Eftir nokkur fundahöld var ákveðið að flytja handboltaleikinn fram á laugardag.

Þetta verður síðasti leikur Dana áður en forkeppni Ólympíuleikanna hefst þann 8. apríl. Þá spila Danir við Króata, Norðmenn og Barein í Herning um tvö laus sæti á ÓL í Ríó.

Þjóðverjar eru þegar búnir að tryggja sér farseðilinn til Ríó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×