Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 17:30 Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu. Vísir/Ernir Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira