Frjálsar teikningar og mistök eru leyfileg Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:15 Elín Edda gefur út grafíska myndasögu um Gombra. Vísir/Anton Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens. Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens.
Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira