Frjálsar teikningar og mistök eru leyfileg Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:15 Elín Edda gefur út grafíska myndasögu um Gombra. Vísir/Anton Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens. Lífið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. „Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.Hér má sjá Gombra ásamt vinkonu sinni Nönnu sem hann kynnist á ferðalaginu, en allar 200 blaðsíðurnar í bókinni eru með máluðum myndum. Mynd/ Elín EddaMyndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. „Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda. Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi. „Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens.
Lífið Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira