Tónlist

Hjálpum þeim í kvöld

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hljómsveitin Singapore Sling er ein þeirra sem kemur fram í kvöld.
Hljómsveitin Singapore Sling er ein þeirra sem kemur fram í kvöld. Vísir/Singapore Sling
Söfnunarátakið „Hjálpum þeim“ fyrir íbúana þrjá sem misstu aleiguna í brunanum á Grettisgötu 87 hófst klukkan fjögur í dag. Um er að ræða tvær uppákomur sem báðar fara fram á skemmtistaðnum Húrra.

Í dag klukkan fjögur var opnaður markaður á staðnum þar sem finna má ódýr föt og alls kyns muni sem gefnir hafa verið til styrktar þeim. Markaðurinn er opinn til klukkan átta í kvöld en það er móðir Halldórs Ragnarssonar, myndlistarmanns, sem heldur utan um þann hluta.

Singapore Sling er ein þeirra sveita sem stíga á stokk í kvöld.Vísir/SS
Mun Dóri taka upp bassann?

Húsið opnar svo aftur hálftíma síðar, eða kl.20:30,  fyrir tónleika þar sem hljómsveitirnar Seabear, Mammút, Singapore Sling og Serengeti koma fram en liðsmenn sveitanna hafa allar einhver tengsl til íbúana þriggja.

Sjálfur plokkaði Dóri (eins og hann er kallaður) bassann í Seabear og eru margir spenntir að sjá hvort hann stígi á svið með sveitinni í kvöld. Sveitin lagði upp laupana fyrir nokkrum árum síðan eftir að forsprakki hennar hóf sólóferil sinn undir nafninu Sin Fang.

Halldór missti bassagítarinn sinn í brunanum og hafði víst ekki leikið á hann frá því að sveitin lagði upp laupanna á sínum tíma.

Miðaverð á tónleikana er 2000 kr.


Tengdar fréttir

Seabear snýr aftur

Sindri Már og félagar í Seabear hafa ákveðið að taka nokkur lög á söfnunartónleikunum er halda á fyrir íbúa Grettisgötu 87 sem misstu allt sitt í brunanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×