Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2016 23:23 Meðlimir Suicide Squad. Vísir/DC Comics Nýi DC-ofurhetjuheimurinn sem er í mótun hefur ekki státað af mörgum kómískum andartökum en það gæti orðið breyting á því. Í janúar síðastliðnum sendi bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros frá sér stiklu úr myndinni Suicide Squad sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför. Stiklan er á gamansömum nótum og hlaut fádæma viðtökur. Við kvikmyndaverinu blasti hins vegar það vandamál að þeir brandarar sem eru í stiklunni, eru þeir einu sem eru í myndinni.Vefurinn Birth.Movies.Death. hefur eftir heimildum að Warner Bros hafi fyrirskipað framleiðendum myndarinnar að taka upp fleiri atriði fyrir myndina þar sem fókusinn er á húmor og ærslagang. Eru tökurnar sagðar kosta kvikmyndaverið milljónir dollara. Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo nú fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice. Báðum myndunum hefur verið vel tekið af kvikmyndagestum, ef einungis er horft til ágóða af miðasölu, en gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um Batman v Superman: Dawn of Justice og nánast jarðað hana í dómum sínum. Sem gaf af sér þetta myndband þar sem Ben Affleck, sem fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, virðist taka þessum dómum afar nærri sér.Grafalvarlegur tónn hefur verið í þessum fyrstu tveimur myndum og telja margir að húmorinn í Suicide Squade verði kærkomin tilbreyting frá því. Níu kvikmyndir eru í bígerð, þar á meðal myndir um Wonder Woman, The Flash og Aquaman, en allt á þetta að leiða að ásunum upp í ermi Warner Bros, Justice League Part One og Part Two, þar sem öllu verður til tjaldað. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýi DC-ofurhetjuheimurinn sem er í mótun hefur ekki státað af mörgum kómískum andartökum en það gæti orðið breyting á því. Í janúar síðastliðnum sendi bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros frá sér stiklu úr myndinni Suicide Squad sem er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Myndin segir frá því hvernig illmennum úr DC-myndasöguheiminum er gefið færi á að milda fangelsisrefsingu sína með því að taka að sér verkefni sem virðast feigðarför. Stiklan er á gamansömum nótum og hlaut fádæma viðtökur. Við kvikmyndaverinu blasti hins vegar það vandamál að þeir brandarar sem eru í stiklunni, eru þeir einu sem eru í myndinni.Vefurinn Birth.Movies.Death. hefur eftir heimildum að Warner Bros hafi fyrirskipað framleiðendum myndarinnar að taka upp fleiri atriði fyrir myndina þar sem fókusinn er á húmor og ærslagang. Eru tökurnar sagðar kosta kvikmyndaverið milljónir dollara. Warner Bros eru með á teikniborðinu fjölda kvikmynda þar sem ofurhetjum og illmennum DC-sagnabálksins er att saman. Fyrst leit dagsins ljós Man of Steel árið 2013 og svo nú fyrir páska Batman v Superman: Dawn of Justice. Báðum myndunum hefur verið vel tekið af kvikmyndagestum, ef einungis er horft til ágóða af miðasölu, en gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um Batman v Superman: Dawn of Justice og nánast jarðað hana í dómum sínum. Sem gaf af sér þetta myndband þar sem Ben Affleck, sem fer með hlutverk Bruce Wayne/Batman, virðist taka þessum dómum afar nærri sér.Grafalvarlegur tónn hefur verið í þessum fyrstu tveimur myndum og telja margir að húmorinn í Suicide Squade verði kærkomin tilbreyting frá því. Níu kvikmyndir eru í bígerð, þar á meðal myndir um Wonder Woman, The Flash og Aquaman, en allt á þetta að leiða að ásunum upp í ermi Warner Bros, Justice League Part One og Part Two, þar sem öllu verður til tjaldað.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ofurhetjur slá aðsóknarmet Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. 30. mars 2016 07:00