Tími aðgerða Magnús Guðmundsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Um miðjan tíunda áratuginn gerðist Ísland aðili að samningi UNESCO um verndun menningar og náttúruarfleifðar heimsins. Til þess að fylgja markmiðum samningsins eftir er haldin heimsminjaskrá yfir einstaka staði og viðurkennd verndarsvæði. Þessu skylt er varðveisluskráin en þar er m.a. að finna handritasafn Árna Magnússonar enda þar um ómetanlegan menningararf að ræða. En við Íslendingar erum meira fyrir að skrifa undir samninga en að standa við þá svo sómi sé að. Surtsey og Þingvallaþjóðgarður eru einu íslensku náttúruperlurnar sem er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. Í raun kemur það dálítið á óvart miðað við sérstöðu íslenskrar náttúru. Mývatn, með sínu einstaka lífríki og ómældu fegurð, er ein af þessum sérstöku perlum. Eðlilega var því sótt um að koma Mývatni á heimsminjaskrá tveimur árum eftir að Ísland gerðist aðili að samningnum og ekki stóð á höfnuninni þar sem Íslendingar láta renna skólp í jarðveginn og það endar í vatninu. Við erum ekki alveg í lagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og mikið skólp í Mývatn frá því þessi dómur féll yfir umhirðu Íslendinga um þessa einstöku náttúruperlu sem á sér ekki hliðstæðu nema í einu stöðuvatni í Japan. En þessi tvö vötn eru þau einu í heiminum þar sem er að finna hinn sérstæða kúluskít. Japanir hafa lengi haft þann háttinn á að fjarlægja allt skólp sem fellur frá innan jarðvegssvæðis vatnsins, og vernda þannig lífríki þess og náttúru, en hér höfum við ekki þann háttinn á. Þvert á móti. Í liðinni viku var greint frá því hér á síðum þessa blaðs að miklar breytingar væru að eiga sér stað í lífríki Mývatns til hins verra. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ), greindi frá þessu og jafnframt því að breytingarnar megi rekja til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Árni bendir á að hér sé um flókið mál að ræða en að í raun sé aðeins eitt til ráða til þess að stemma stigu við þessari mjög svo neikvæðu þróun: Það er að tryggja að sem allra minnst af næringarefnum frá mannabyggð (nitur eða köfnunarefni og fosfór) berist í grunnvatnið og þannig í Mývatn. Skútustaðahreppur er fámennt sveitarfélag, svo fámennt að það hefur eðlilega ekkert bolmagn til þess að takast á við vandann, og því ber stjórnvöldum að taka á málinu. Ekki síst þar sem í gildi eru sérlög fyrir Mývatn og Laxá, en eins og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri hefur bent á þá hafa óskir til yfirvalda um aðstoð við frárennslismál enn engu skilað. Fundað hafi verið með umhverfisráðherra, þingmönnum og fjárlaganefnd og allir sýnt málinu áhuga og skilning. Það getur í besta falli talist vandræðalegt að málið skuli strandað á áhuga og skilningi. Tími aðgerða í málefnum Mývatns er löngu runninn upp og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hlýtur að láta málið til sín taka og það strax. Ef það er ekki hlutverk ráðherra, með fulltingi Umhverfisstofnunar, að koma náttúruauðlind á borð við Mývatn til bjargar við aðstæður sem þessar þá er fokið í flest skjól fyrir íslenskri náttúru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Um miðjan tíunda áratuginn gerðist Ísland aðili að samningi UNESCO um verndun menningar og náttúruarfleifðar heimsins. Til þess að fylgja markmiðum samningsins eftir er haldin heimsminjaskrá yfir einstaka staði og viðurkennd verndarsvæði. Þessu skylt er varðveisluskráin en þar er m.a. að finna handritasafn Árna Magnússonar enda þar um ómetanlegan menningararf að ræða. En við Íslendingar erum meira fyrir að skrifa undir samninga en að standa við þá svo sómi sé að. Surtsey og Þingvallaþjóðgarður eru einu íslensku náttúruperlurnar sem er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. Í raun kemur það dálítið á óvart miðað við sérstöðu íslenskrar náttúru. Mývatn, með sínu einstaka lífríki og ómældu fegurð, er ein af þessum sérstöku perlum. Eðlilega var því sótt um að koma Mývatni á heimsminjaskrá tveimur árum eftir að Ísland gerðist aðili að samningnum og ekki stóð á höfnuninni þar sem Íslendingar láta renna skólp í jarðveginn og það endar í vatninu. Við erum ekki alveg í lagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og mikið skólp í Mývatn frá því þessi dómur féll yfir umhirðu Íslendinga um þessa einstöku náttúruperlu sem á sér ekki hliðstæðu nema í einu stöðuvatni í Japan. En þessi tvö vötn eru þau einu í heiminum þar sem er að finna hinn sérstæða kúluskít. Japanir hafa lengi haft þann háttinn á að fjarlægja allt skólp sem fellur frá innan jarðvegssvæðis vatnsins, og vernda þannig lífríki þess og náttúru, en hér höfum við ekki þann háttinn á. Þvert á móti. Í liðinni viku var greint frá því hér á síðum þessa blaðs að miklar breytingar væru að eiga sér stað í lífríki Mývatns til hins verra. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ), greindi frá þessu og jafnframt því að breytingarnar megi rekja til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Árni bendir á að hér sé um flókið mál að ræða en að í raun sé aðeins eitt til ráða til þess að stemma stigu við þessari mjög svo neikvæðu þróun: Það er að tryggja að sem allra minnst af næringarefnum frá mannabyggð (nitur eða köfnunarefni og fosfór) berist í grunnvatnið og þannig í Mývatn. Skútustaðahreppur er fámennt sveitarfélag, svo fámennt að það hefur eðlilega ekkert bolmagn til þess að takast á við vandann, og því ber stjórnvöldum að taka á málinu. Ekki síst þar sem í gildi eru sérlög fyrir Mývatn og Laxá, en eins og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri hefur bent á þá hafa óskir til yfirvalda um aðstoð við frárennslismál enn engu skilað. Fundað hafi verið með umhverfisráðherra, þingmönnum og fjárlaganefnd og allir sýnt málinu áhuga og skilning. Það getur í besta falli talist vandræðalegt að málið skuli strandað á áhuga og skilningi. Tími aðgerða í málefnum Mývatns er löngu runninn upp og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hlýtur að láta málið til sín taka og það strax. Ef það er ekki hlutverk ráðherra, með fulltingi Umhverfisstofnunar, að koma náttúruauðlind á borð við Mývatn til bjargar við aðstæður sem þessar þá er fokið í flest skjól fyrir íslenskri náttúru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun