Starfsmenn í Straumsvík komnir aftur til starfa sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 12:32 "Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir," segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00
Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45
Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26
Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00
Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29