Acoff áfram í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 16:06 Acoff í leik með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Anton Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Drion Jeremy Acoff hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Acoff átti frábært tímabil með Þrótti í 1. deildinni í fyrra og skoraði þá sjö mörk í 20 leikjum. Hann var bæði valinn leikmaður ársins hjá Þrótti og íþróttamaður félagsins. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína,“ sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í tilkynningunni. „Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ sagði Ryder. Hér má lesa fréttatilkynningu Þróttar í heild sinni: „Það ríkir því mikil gleði í höfuðstöðvum Þróttar í Laugardalnum í augnablikinu þar sem Bandaríkjamaðurinn Dion Jeremy Acoff var rétt í þessu að framlengja samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Dion var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þrótti árið 2015 og einnig íþróttamaður félagsins. Það gekk flest upp hjá Dion í fyrra og miklar væntingar eru bornar til leikmannsins fyrir tímabilið, sem hefst formlega 1. maí með heimleik Þróttar við Íslandsmeistara FH. „Dion var algjör lykilmaður í því að tryggja meistaraflokki karla sæti í efstu deild. Hann skoraði sæg af mörkum í öllum mótum og lagði einnig upp talsverðan fjölda fyrir liðsfélaga sína. Hann var að flestra mati besti sóknarmaður deildarinnar í fyrra, ásamt Viktori Jónssyni, og svo sannarlega sá fljótasti. Þessi framlenging við Dion sýnir gagnkvæma skuldbindingu félags og leikmanns. Hann á eftir að gera allt vitlaust í Pepsi-deildinni næsta sumar!“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Þessi framlenging skiptir okkur miklu máli. Meðal viðurkenninga Dions fyrir síðasta tímabil var að hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í mótslok, ásamt því að hann þótti besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins, umferða 1-11. Dion er alinn upp í knattspyrnuakademíu Arsenal, en sleit barnsskónum í Los Angeles þar sem hann heldur til yfir háveturinn og hinkrar eftir íslenska vorinu. Þetta er gríðarlega teknískur og flinkur leikmaður, mjög skapandi og með góða yfirsýn. Og algjör ljúflingur í ofanálag. Við gætum ekki verið ánægðari hér í dalnum. Það er hamingja í hjartanu í Reykjavík,“ segir Ótthar S. Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira