Fár í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2016 16:49 Ótrúlegustu svívirðingar má lesa í skrifum þeirra Framsóknarmanna sem hafa tjáð sig um þá sem hafa gagnrýnt Sigmund Davíð að undanförnu. Fréttamiðlar hafa ekki haft undan í dag að segja af skrifum Framsóknarmanna og þar hafa þung orð fallið, svo þung að óhætt er að tala um fár í Framsóknarflokknum: „Ófrægingarlið“, „vænisýki“, „afbrýðissemi“, „lægstu hvatir mannkyns“, „hælbítar“ ... þetta eru einkunnir sem Framsóknarmenn vilja gefa þeim sem hafa gagnrýnt forsætisráðherra að undanförnu.Samsæri RÚV gegn Framsóknarflokknum Síðastur til að stíga fram á sviðið í dag er Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vænir Ríkisútvarpið um samsæri gegn flokki sínum í pistli sem hann birti á bloggi sínu áðan og heitir „Óvinur nr. 1“. Samsærið felst í því að frétta- og dagskrármenn RÚV virðast hafa valið viðmælendur sem eru yfirlýstir andstæðingar Framsóknarflokksins. Og svo rekur Karl dæmi um þetta í því sem hann kallar „herferð gegn forsætisráðherra“ undanfarna viku. Tilefnið eru fréttir af því að kona Sigmundar Davíðs, Anna Sigurlaug Pálsdóttir eigi fúlgur fjár á reikningi á Bresku Jómfrúreyjunum og að hún sé ein kröfuhafa – hún setti fram kröfu á hendur íslensku bönkunum sem nemur hálfum milljarði í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008. Sigmundur Davíð hefur verið gagnrýndur ákaft fyrir að hafa ekki greint frá þessu fyrr en nú auk þess sem hann er vændur um að vilja ekki treysta íslensku krónunni, sem hann hefur lofað svo mjög, né íslensku efnahagslífi með því að vilja sjálfur hafa sitt inni á erlendum reikningum.Sigmundur reið sjálfur á vaðið Þessi gagnrýni hefur lagst ákaflega illa í Framsóknarmenn. Sigmundur Davíð reið sjálfur á vaðið í pistli á föstudag og leggur málið upp. Hann túlkar gagnrýnina sem árás á maka sinn: „Stjórnmálaátök samtímans einkennast oft af því að „farið sé í manninn“ fremur en málefnið. Mér er nokkuð sama hvernig hjólað er í mig. Ég er ýmsu vanur í pólitískri umræðu. En menn hljóta að geta fallist á að það sé með öllu ólíðandi að ráðist sé á ættingja eða maka stjórnmálamanna til þess eins að koma á þá höggi. Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hafa engu að síður verið gerðar margar tilraunir til að gera eignir eiginkonu minnar og ættingja tortryggilegar í von um að með því megi koma höggi á mig.“Þorsteinn vandar fjendum Framsóknarflokksins ekki kveðjurnar.Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað um gagnrýnendur sem „þingmenn lágkúrunnar“.Lægstu hvatir mannkyns Ákafir stuðningsmenn hans hafa svo hellt úr skálum reiði sinnar í dag og sveiflast milli þess að lofa Sigmund Davíð sem einstakan afreksmann og svo þess að hella sér yfir meinta fjandmenn sína. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vandar meintum fjendum Framsóknarflokksins ekki kveðjurnar í miklum reiðilestri: „En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár.“Vigdís segir gagnrýnina á Sigmund Davíð byggjast á lægstu hvötum mannkyns; vænisýki og afbrýðisemi.Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hjartanlega sammála Þorsteini. Hún segir: „Þetta mál er keyrt áfram af lægstu hvötum mannkyns - vænisýki og afbrýðisemi - en það kunna vinstri menn best af öllum.“Þögn Sjálfstæðismanna ærandi Og Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins talar um atgervi Sigmundar Davíðs í pistli sem Vísir birti í dag. „Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk.“ Hins vegar hefur þögn þingmanna Sjálfstæðisflokksins verið ærandi í dag. Þeir hafa gætt þess vel að tjá sig ekkert um málið og hefur verið erfitt að ná tali af þeim í allan dag. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið um helgina, og gagnrýndi þá Sigmund Davíð en opinber stuðningur í þeim málflutningi, af hálfu samstarfsflokks Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokknum, virðist ekki í boði. Tengdar fréttir Vigdís segir Jómfrúamálið einkennast af lægstu hvötum mannkyns Vigdís Hauksdóttir segir gagnrýni á forsætisráðherra einkennast af vænisýki og afbrýðissemi. 21. mars 2016 13:37 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Ófrægingarmenn sagðir hamast í yfirburðamanninum Sigmundi Davíð Þorsteinn Sæmundsson þingmaður rís upp til varnar formanni sínum og vandar gagnrýnendum hans ekki kveðjurnar. 21. mars 2016 12:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Fréttamiðlar hafa ekki haft undan í dag að segja af skrifum Framsóknarmanna og þar hafa þung orð fallið, svo þung að óhætt er að tala um fár í Framsóknarflokknum: „Ófrægingarlið“, „vænisýki“, „afbrýðissemi“, „lægstu hvatir mannkyns“, „hælbítar“ ... þetta eru einkunnir sem Framsóknarmenn vilja gefa þeim sem hafa gagnrýnt forsætisráðherra að undanförnu.Samsæri RÚV gegn Framsóknarflokknum Síðastur til að stíga fram á sviðið í dag er Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vænir Ríkisútvarpið um samsæri gegn flokki sínum í pistli sem hann birti á bloggi sínu áðan og heitir „Óvinur nr. 1“. Samsærið felst í því að frétta- og dagskrármenn RÚV virðast hafa valið viðmælendur sem eru yfirlýstir andstæðingar Framsóknarflokksins. Og svo rekur Karl dæmi um þetta í því sem hann kallar „herferð gegn forsætisráðherra“ undanfarna viku. Tilefnið eru fréttir af því að kona Sigmundar Davíðs, Anna Sigurlaug Pálsdóttir eigi fúlgur fjár á reikningi á Bresku Jómfrúreyjunum og að hún sé ein kröfuhafa – hún setti fram kröfu á hendur íslensku bönkunum sem nemur hálfum milljarði í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008. Sigmundur Davíð hefur verið gagnrýndur ákaft fyrir að hafa ekki greint frá þessu fyrr en nú auk þess sem hann er vændur um að vilja ekki treysta íslensku krónunni, sem hann hefur lofað svo mjög, né íslensku efnahagslífi með því að vilja sjálfur hafa sitt inni á erlendum reikningum.Sigmundur reið sjálfur á vaðið Þessi gagnrýni hefur lagst ákaflega illa í Framsóknarmenn. Sigmundur Davíð reið sjálfur á vaðið í pistli á föstudag og leggur málið upp. Hann túlkar gagnrýnina sem árás á maka sinn: „Stjórnmálaátök samtímans einkennast oft af því að „farið sé í manninn“ fremur en málefnið. Mér er nokkuð sama hvernig hjólað er í mig. Ég er ýmsu vanur í pólitískri umræðu. En menn hljóta að geta fallist á að það sé með öllu ólíðandi að ráðist sé á ættingja eða maka stjórnmálamanna til þess eins að koma á þá höggi. Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hafa engu að síður verið gerðar margar tilraunir til að gera eignir eiginkonu minnar og ættingja tortryggilegar í von um að með því megi koma höggi á mig.“Þorsteinn vandar fjendum Framsóknarflokksins ekki kveðjurnar.Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað um gagnrýnendur sem „þingmenn lágkúrunnar“.Lægstu hvatir mannkyns Ákafir stuðningsmenn hans hafa svo hellt úr skálum reiði sinnar í dag og sveiflast milli þess að lofa Sigmund Davíð sem einstakan afreksmann og svo þess að hella sér yfir meinta fjandmenn sína. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vandar meintum fjendum Framsóknarflokksins ekki kveðjurnar í miklum reiðilestri: „En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár.“Vigdís segir gagnrýnina á Sigmund Davíð byggjast á lægstu hvötum mannkyns; vænisýki og afbrýðisemi.Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hjartanlega sammála Þorsteini. Hún segir: „Þetta mál er keyrt áfram af lægstu hvötum mannkyns - vænisýki og afbrýðisemi - en það kunna vinstri menn best af öllum.“Þögn Sjálfstæðismanna ærandi Og Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins talar um atgervi Sigmundar Davíðs í pistli sem Vísir birti í dag. „Ef hans framsýni og eindrægni í því að heimta fjármuni af kröfuhöfum föllnu bankanna hefði ekki notið við þá væri íslenska þjóðarbúið í vondum málum í dag. Það að reyna að gera forsætisráðherra ótrúverðugan í þessu máli er ekki stórmannlegt. Nær væri að þakka Sigmundi Davíð fyrir vel unnið verk.“ Hins vegar hefur þögn þingmanna Sjálfstæðisflokksins verið ærandi í dag. Þeir hafa gætt þess vel að tjá sig ekkert um málið og hefur verið erfitt að ná tali af þeim í allan dag. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið um helgina, og gagnrýndi þá Sigmund Davíð en opinber stuðningur í þeim málflutningi, af hálfu samstarfsflokks Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokknum, virðist ekki í boði.
Tengdar fréttir Vigdís segir Jómfrúamálið einkennast af lægstu hvötum mannkyns Vigdís Hauksdóttir segir gagnrýni á forsætisráðherra einkennast af vænisýki og afbrýðissemi. 21. mars 2016 13:37 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Ófrægingarmenn sagðir hamast í yfirburðamanninum Sigmundi Davíð Þorsteinn Sæmundsson þingmaður rís upp til varnar formanni sínum og vandar gagnrýnendum hans ekki kveðjurnar. 21. mars 2016 12:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Vigdís segir Jómfrúamálið einkennast af lægstu hvötum mannkyns Vigdís Hauksdóttir segir gagnrýni á forsætisráðherra einkennast af vænisýki og afbrýðissemi. 21. mars 2016 13:37
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Ófrægingarmenn sagðir hamast í yfirburðamanninum Sigmundi Davíð Þorsteinn Sæmundsson þingmaður rís upp til varnar formanni sínum og vandar gagnrýnendum hans ekki kveðjurnar. 21. mars 2016 12:30