Jeremy Clarkson hætti að drekka í 5 mánuði vegna samningsgerðar við Amazon Prime Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 09:56 Jeremy Clarkson í kunnuglegum gjörðum. Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent
Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent