Jeremy Clarkson hætti að drekka í 5 mánuði vegna samningsgerðar við Amazon Prime Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 09:56 Jeremy Clarkson í kunnuglegum gjörðum. Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent
Þegar maður er í samningaviðræðum uppá 1.900 milljónir króna á ári er líklega gott að vera edrú. Það fannst að minnsta kosti Jeremy Clarkson þegar hann stóð í samningaviðræðum við Amazon Prime um gerð bílþátta og hætti fyrir vikið að smakka áfengi í 5 mánuði á seinni hluta síðasta árs. Eftir Clarkson var haft í viðtali við The Times; “Þú getur ekki samið við lögmenn frá Kaliforníu þegar þú ert búinn að fá þér nokkur glös af víni. Ég setti upp grímu. Við setjum öll upp grímu, en þetta var ekki hinn raunverulega ég.” “Lögfræðingar eiga það til að hringja í mann klukkan 11 á morgnana og þá er vissara að vera með hausinn í lagi.” Samkvæmt þessum upplýsingum Clarkson hefur hann snúið aftur til fyrri hátta og greindi meðal annars frá keppni í tennis milli bjórdrykkjumanna og víndrykkjumanna þar sem bjórdrykkjumenn unnu, en ekki kom fram hvoru liðinu hann tilheyrði.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent