Fjölskipaður héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna Annþór og Börk vegna mikils vafa Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2016 16:26 Börkur Birgisson sést hér yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands fyrr í vetur. Vísir Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar að fjölskipaður dómur Héraðsdóms Suðurlands taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar. Sigurður fannst látinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni í maí árið 2012 og var dómurinn kveðinn upp gegn Annþóri og Berki fyrr í dag. Báðir neituðu Annþór og Börkur sök og könnuðust hvorugur við að hafa veitt Sigurði áverka. Engin vitni voru leidd fram í málinu sem sögðu þá hafa átt hlut í máli. Upplýst var við aðalmeðferð málsins að eitt vitnanna hefði í fyrstu staðið í þeirri trú að lyf sem hann hafði gefið Sigurði hefði orðið honum að aldurtila. Sjá dóminn hér. 9 sekúndna gluggi Þá sögðu önnur vitni frá því að umrætt vitni hefði boðið mönnum samning eða varning gegn því að bera sakir á Annþór og Börk. Þá taldi dómurinn ekki útilokað að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans. Er þar nefndur til sögunnar í dómnum ónefndur fangi sem dvaldi þrjár sekúndur einn í klefanum með Sigurði. Samtals var hann í níu sekúndur í klefanum með Sigurði og taldi dómurinn það nóg til að ekki væri hægt að útiloka að hann hefði veitt Sigurði þennan áverka. Eftir það var Sigurður einn í klefa með ákærðu í 12 mínútur. Þá útilokaði dómurinn ekki að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. 30 milljónir í málsvarnarlaun Embætti ríkissaksóknara fór fram á 12 ára fangelsisdóm yfir þeim Annþór og Berki en það er í skoðun hvort embættið muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ríkið var dæmt til að greiða málsvarnarkostnað tvímenninganna sem nemur rúmum 30 milljónum króna. Verjendur þeirra Annþórs og Barkar sögðu við Vísi að lokinni dómsuppsögu að aldrei hefði átt að ákæra í þessu máli.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00 Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30 Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hafið yfir skynsamlegan vafa að Annþór og Börkur hafi valdið dauða Sigurðar Hólm? Rúmar fjórar vikur eru nú síðan mál ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands. 3. mars 2016 09:00
Segist ekki geta breytt því sem pabbi hennar hefur gert Dóttir íslensks síbrotamanns segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. Hún telur sig hafa orðið fyrir aðkasti og fordómum, meðal annars frá lögreglu. 22. mars 2016 19:30
Annþór og Börkur sýknaðir Voru sakaðir um líkamsárás sem olli dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar. 23. mars 2016 15:00