Kári ósáttur við rauða spjaldið: Þeir búa eitthvað til út af því að þetta er sjónvarpsleikur Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 24. mars 2016 16:16 Kári var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira