„Veðurguðirnir spá fullkomnum sunddegi, það verður bjart og þurrt og gott veður. Eftir sundið bjóðum við frítt í bíó á myndina Suffragette og að henni lokinni verður hægt að taka þátt í umræðum um myndina, byltinguna, Free the nipple og margt annað. Svo verður happy hour á bjór og víni að því loknu,“ segir Karen Björk.
Hún segir að hefðinni verði haldið áfram um ókomin ár, enda sé baráttunni hvergi nærri lokið . „Nú þegar eru nemendafélög byrjuð að skipuleggja Free the nipple dag í sínum skóla eins og var í fyrra. Við erum líka búnar að hvetja önnur nemendafélög til að halda hefðinni áfram, við virkilega góðar undirtektir, og ég veit að einhver nemendafélög ætla að halda upp á daginn næsta miðvikudag. Háskólar; HÍ og HR eru líka að skipuleggja slíkan dag.“
Free the nipple byltingin fór eflaust ekki fram hjá neinum en hún hefur það að markmiði að afklámvæða brjóst. Fjöldi kvenna birti myndir af brjóstum sínum á samfélagsmiðlum, og er engin breyting þar á í ár. „Brjóstamyndirnar eru að sjálfsögðu mættar aftur, bara til að sýna það og sanna að við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. Við eigum okkar brjóst sjálfar og látum ekki klámvæða og hlutgera okkur á okkar kostnað,“ segir Karen.
Nánari upplýsingar um viðburðina má finna hér og hér.