Einn kosningastjóra Trump hættir: „Trump hugsar eingöngu um Trump“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 08:30 Donald Trump lætur þetta eflaust ekki á sig fá. vísir/epa Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér. Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér.
Donald Trump Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira