Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2016 11:48 „Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
„Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira