Sýndarveruleikinn nánast trúarleg upplifun Una Sighvatsdóttir skrifar 29. mars 2016 19:30 Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“ Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“
Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34
Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01