Sýndarveruleikinn nánast trúarleg upplifun Una Sighvatsdóttir skrifar 29. mars 2016 19:30 Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“ Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“
Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34
Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01