Norðmenn nota olíugróðann til að byggja hjólabrautir Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 10:25 Vel verður gert við hjólreiðafólk í Noregi á næstunni. Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent
Norðmenn fara fyrir notkun umhverfisvænna bíla í heiminum og hvergi í heiminum finnst jafn hátt hlutfall, rafmagnsbíla og tvinnbíla. Það er þó ekki eina leið Norðmann til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum því í Noregi er meiningin að byggja 10 langar hjólreiðaleiðir sem aðskildar eru bílaumferð í 9 borgum Noregs. Með þessu vilja Norðmenn bæði minnka mengun af völdum bíla heldur líka auka heilbrigði þjóðarinnar og víst er að þeir hafa efni á því sitjandi á öllum sínum olíugróða. Í Noregi eru næst hæstu meðaltekjur í heiminum og aðeins í Luxemborg eru meðaltekjur hærri. Þessar nýju hjólreiðaleiðir verða breiðar og tengja saman fjölmenna íbúabyggð og borgarkjarna. Norðmenn hyggjast eyða 120 milljörðum í smíði þessara flottu hjólreiðaleiða. Ennfremur stendur til að eyða 780 milljörðum í að betrumbæta vegi og járnbrautasamgöngur í landinu á næstu árum.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent