„Þetta verður engin lundabúð” Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 19:40 Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá." Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Við skiljum sáttir en með mikilli eftirsjá, segir einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar sem flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. Hann segir regluegt bann við bílaumferð á Laugavegi hafa haft áhrif á ákvörðunina. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins. Það hefur verið til húsa á Laugarveginum í tæp hundrað og tíu ár, en nú skal verða breyting þar á. Það var árið 1904 sem Jón Sigmundsson, gullsmiður, leyfði sér að tilkynna heiðruðum bæjarbúum og ferðamönnum að hann léti af hendi alls konar smíðar úr gulli og silfri með sanngjörnu verði, eins og stóð í auglýsingu í dagblaðinu Ísafold. Þar er Jón reyndar fyrir mistök sagður Guðmundsson.Sjá einnig:Nokkur orð um brotthvarf Jóns Sigmundssonar Verslun Jóns stóð lengst af við Laugaveg 8 en flutti yfir á Laugarveg 5 árið 1984. En nú ætla verslunareigendur að bregða búi, meðal annars vegna þess að þeir fengu gott tilboð í húsið. En það er ekki eina ástæðan fyrir flutningunum. „Þetta eru svokölluð ruðningsáhrif ferðamennskunnar. Íslendingar eru á faraldsfæti frá Laugaveginum. Lokun Laugavegarins hefur líka mikil áhrif á okkar viðskipti," segir Ragnar Símonarson, einn eigenda Skartgripaverslunar Jóns Sigmundssonar.En skilar aukinn fjöldi ferðamanna sér ekki í auknum viðskiptum í versluninni? „Jú jú, það gerir það, en það vegur ekki upp á móti þeim fjölda Íslendinga sem við missum meðal annars þegar Laugavegurinn er lokaður fyrir bílaumferð," segir Ragnar. Ferðaþjónustufyrirtækið Whats on? flytur starfsemi sína yfir götuna á Laugarveg 5 þegar skartgripaverslunin flytur, og þar verður jafnframt starfrækt ísbúð. „Þetta er auðvitað túristatengdur iðnaður en þetta verður ekki lundabúð," fullyrðir Ragnar. Ragnar er barnabarnabarn Jóns Sigmundssonar og fjórði ættliður gullsmiða sem standa vaktina í versluninni. „Þetta var auðvitað erfið ákvörðun að taka því þetta er aldargamalt fyrirtæki og ættaróðalið okkar. Hér hef ég unnið með foreldrum mínum frá því ég var barn. Svo þetta er stór breyting," segir Ragnar. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er þó ekki að leggja upp laupana. „Við afhendum húsið þann 5. maí og tökum í kjölfarið ákvörðun um hvað við gerum," segir Ragnar. „Við skiljum sáttir við Laugaveginn, en þó með mikilli eftirsjá."
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira