Vilja tengja saman Vín, Budapest og Bratislava með Hyperloop lest Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:38 Svona sjá skipuleggjendur uppsetningu lestarinnar. Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst smíða háhraðalestir með Hyperloop tækni Elon Musk hafa undirritað samning við ríkisstjórn Slóvakíu til að kanna möguleikann að tengja saman borgirnar Vín, Búdapest og Bratislava í Austurríki, Ungverjalandi og Slóvakíu. Kosturinn við að tengja saman þessar borgir með þessum hætti er hve stutt er á milli þeirra, en á milli Vín og Bratislava er aðeins 56 km sjónlína, en 80 km akstur og á milli Bratislava og Budapest eru 160 kílómetra sjónlína og 200 km akstur. Fyrirtækið sem hyggst smíða lestina heitir Hyperloop Transportation Technologies segir að aðeins muni taka 8 mínútur að koma farþegum milli Vínar og Bratislava og 10 mínútur á milli Vín og Budapest. Nú er unnið að kostnaðaráætlun til verksins og með því kannaður fýsileiki þess. HTT hyggst byggja 8 km tilraunalest í Quay dalnum í Kaliforníu sem á að komast í gagnið árið 2018.Hyperloop lest ferðast í lofttæmdu röri. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent
Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst smíða háhraðalestir með Hyperloop tækni Elon Musk hafa undirritað samning við ríkisstjórn Slóvakíu til að kanna möguleikann að tengja saman borgirnar Vín, Búdapest og Bratislava í Austurríki, Ungverjalandi og Slóvakíu. Kosturinn við að tengja saman þessar borgir með þessum hætti er hve stutt er á milli þeirra, en á milli Vín og Bratislava er aðeins 56 km sjónlína, en 80 km akstur og á milli Bratislava og Budapest eru 160 kílómetra sjónlína og 200 km akstur. Fyrirtækið sem hyggst smíða lestina heitir Hyperloop Transportation Technologies segir að aðeins muni taka 8 mínútur að koma farþegum milli Vínar og Bratislava og 10 mínútur á milli Vín og Budapest. Nú er unnið að kostnaðaráætlun til verksins og með því kannaður fýsileiki þess. HTT hyggst byggja 8 km tilraunalest í Quay dalnum í Kaliforníu sem á að komast í gagnið árið 2018.Hyperloop lest ferðast í lofttæmdu röri.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent