Vigdís segir fyrstu kynslóð Vestur-Íslendinga hafa þjáðst af heimþrá Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2016 19:02 „Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira