Davíð Þór vinnur fulla vinnu og æfir eins og atvinnumaður Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2016 19:58 Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira