Vann upp fimm högga forskot á lokahringnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2016 11:00 Charl Schwartzel fagnar sigri á mótinu í gær. Vísir/Getty Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzl fagnaði sigri á Valspar-mótinu sem lauk í gærkvöldi en þetta var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni síðan hann vann Masters-mótið árið 2011. Schwartzel náði að vinna upp fimm högga forystu Bill Haas á lokahringnum og hafði svo betur í bráðabana þar sem hann vann strax á fyrstu holu með stuttu pútti. Haas gerði stór mistök þegar hann reyndi að slá úr sandgryfju við hlið flatarinnar en það gerði það að verkum að Schwartzel mátti tvípútta fyrir sigrinum, sem reyndist einfalt verk. Hann spilaði á 67 höggum á lokahringnum og var á sjö höggum undir pari eftir hringinn, sem og Haas. Ryan Moore endaði í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Þetta eru góðar fréttir fyrir Schwartzel fyrir Masters-mótið sem fer fram í næsta mánuði en ríkjandi meistari þess móts, Jordan Spieth, náði að bjarga sér þokkalega fyrir horn eftir afar erfiða byrjun á mótinu í Flórída um helgina. Spieth var meðal neðstu manna eftir fyrsta hringinn en komst þó í gegnum niðurskurðinn eftir góðan annan dag. Hann endaði svo í átjánda sæti mótsins eftir að hafa spilað á 73 höggum í gær. Lee McCoy, 22 ára áhugamaður, náði afar áhugaverðum árangri en hann lék á 69 höggum á lokahringnum og endaði í fjórða sæti. Um næstu helgi fer fram Arnold Palmer Invitaional mótið en fyrsta útsending frá því verður á Golfstöðinni á fimmtudag klukkan 18.00. Golf Tengdar fréttir Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzl fagnaði sigri á Valspar-mótinu sem lauk í gærkvöldi en þetta var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni síðan hann vann Masters-mótið árið 2011. Schwartzel náði að vinna upp fimm högga forystu Bill Haas á lokahringnum og hafði svo betur í bráðabana þar sem hann vann strax á fyrstu holu með stuttu pútti. Haas gerði stór mistök þegar hann reyndi að slá úr sandgryfju við hlið flatarinnar en það gerði það að verkum að Schwartzel mátti tvípútta fyrir sigrinum, sem reyndist einfalt verk. Hann spilaði á 67 höggum á lokahringnum og var á sjö höggum undir pari eftir hringinn, sem og Haas. Ryan Moore endaði í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Þetta eru góðar fréttir fyrir Schwartzel fyrir Masters-mótið sem fer fram í næsta mánuði en ríkjandi meistari þess móts, Jordan Spieth, náði að bjarga sér þokkalega fyrir horn eftir afar erfiða byrjun á mótinu í Flórída um helgina. Spieth var meðal neðstu manna eftir fyrsta hringinn en komst þó í gegnum niðurskurðinn eftir góðan annan dag. Hann endaði svo í átjánda sæti mótsins eftir að hafa spilað á 73 höggum í gær. Lee McCoy, 22 ára áhugamaður, náði afar áhugaverðum árangri en hann lék á 69 höggum á lokahringnum og endaði í fjórða sæti. Um næstu helgi fer fram Arnold Palmer Invitaional mótið en fyrsta útsending frá því verður á Golfstöðinni á fimmtudag klukkan 18.00.
Golf Tengdar fréttir Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spieth byrjaði skelfilega á Valspar Jordan Spieth vann Valspar-mótið í fyrra en gæti lent í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn. 11. mars 2016 12:30