Fyrstu sólarorkudrifnu bensínstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 09:40 Eru sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar framtíðin á fáförnum akstursleiðum Í Ástralíu hafa verið settar upp tvær sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar og eru þær algjörlega sjálfbærar með orku. Um er að ræða tvær stöðvar í margra klukkustunda aksturfjarlægð frá næstu borgum í vesturhluta Ástralíu. Sólarorkupanelar hlaða orku inná rafgeyma sem duga til að sjá fyrir því rafmagni sem til dælingu eldsneytis þarf, en mjög dýrt væri annars að leiða rafmagnslínur að þessum stöðum og halda þeim gangandi með orkuneti landsins. Ávallt er næg orka til að sjá stöðvunum fyrir 24 klukkutíma þjónustu ef skýjað er, sem er nú reyndar ekki oft á þessum stað í veröldinni. Þessi aðferð er mjög ódýr kostur og hentar vel á slíkum stöðum þar sem umferð er lítil og fáir taka eldsneyti. Engin þörf er heldur á starfsfólki á þessum stöðvum og viðskiptavinir borga með kortum og afgreiða sig sjálfir. Þessar stöðvar eru færanlegar og ef svo reynist að of lítil þörf sé á þeim á þessum stöðum er hægur leikur að færa þær að hentugri stað. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í Ástralíu hafa verið settar upp tvær sólarorkudrifnar eldsneytisstöðvar og eru þær algjörlega sjálfbærar með orku. Um er að ræða tvær stöðvar í margra klukkustunda aksturfjarlægð frá næstu borgum í vesturhluta Ástralíu. Sólarorkupanelar hlaða orku inná rafgeyma sem duga til að sjá fyrir því rafmagni sem til dælingu eldsneytis þarf, en mjög dýrt væri annars að leiða rafmagnslínur að þessum stöðum og halda þeim gangandi með orkuneti landsins. Ávallt er næg orka til að sjá stöðvunum fyrir 24 klukkutíma þjónustu ef skýjað er, sem er nú reyndar ekki oft á þessum stað í veröldinni. Þessi aðferð er mjög ódýr kostur og hentar vel á slíkum stöðum þar sem umferð er lítil og fáir taka eldsneyti. Engin þörf er heldur á starfsfólki á þessum stöðvum og viðskiptavinir borga með kortum og afgreiða sig sjálfir. Þessar stöðvar eru færanlegar og ef svo reynist að of lítil þörf sé á þeim á þessum stöðum er hægur leikur að færa þær að hentugri stað.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira