FIFA: Suður-Afríka greiddi rúman milljarð fyrir HM 2010 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 12:15 Jack Warner er talinn einn sá allra spilltasti í heimsknattspyrnunni. Vísir/Getty Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjá meira
Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjá meira
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00
Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00
Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00