Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Brúin yfir Hólá í Öræfasveit er einbreið eins og svo margar brýr á Íslandi. Mynd/Google Maps „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira