Handbolti

Sigurganga Arnórs og félaga á enda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Atlason yfirgefur St. Raphaël og heldur til Álaborgar í sumar.
Arnór Atlason yfirgefur St. Raphaël og heldur til Álaborgar í sumar. vísir/stefán
Arnór Atlason og félagar hans í St. Raphaël þurftu að sætta sig við tap gegn Toulouse, 29-28, á heimavelli í kvöld í frönsku 1. deildinni í handbolta.

Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15, en mikil spenna var í leiknum undir lokin. Þegar 90 sekúndur voru eftir jafnaði Alexandru Simicu metin fyrir St. Raphaël, 28-28.

Miha Zvizej reyndist þó hetja Toulouse því hann skoraði sigurmarkið 34 sekúndum fyrir leikslok, en fyrir leikinn var Toulouse í 10. sæti en St. Raphaël í öðru sæti.

Fyrir leikinn í kvöld voru Arnór og félagar búnir að vinna fimm leiki í röð og ekki tapa í síðustu sex, en sigurgöngunni er nú lokið.

Arnór skoraði þrjú mörk í sjö skotum fyrir St. Raphaël í kvöld en liðið er með 26 stig í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar, sex stigum á eftir Paris Saint-Germain sem á titilinn vísan.


Tengdar fréttir

Arnór til Álaborgar

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska 1. deildarliðið Aalborg Håndbold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×