Fótbolti

Eitt enskt lið í átta liða úrslit | Þessi lið komust áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sjáumst í átta liða úrslitum
Sjáumst í átta liða úrslitum vísir/getty
Manchester City er eina enska liðið sem verður í pottinum þegar dregið verður til átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

City-menn komust auðveldlega í gegnum einvígi sitt við Dynamo Kiev en Arsenal féll úr leik í kvöld eftir samanlagt 5-1 tap gegn Barcelona og Chelsea kvaddi í síðustu viku eftir tap gegn Paris Saint-Germain.

Manchester United var fjórða enska liðið í Meistaradeildinni í ár en það komst ekki upp úr riðlakeppninni og er mögulega á leið úr Evrópudeildinni annað kvöld.

Ensk lið hafa munað sinn fífil fegurri í Meistaradeildinni en fótboltatölfræðisíðan Squawka bendir á áhugaverða staðreynd á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Frá 2007-2011 komust 16 ensk lið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en frá 2012-2016 hafa aðeins verið fjögur ensk lið á því stigi keppninnar. Síðast vann enskt lið Meistaradeildina árið 2012 en það gerði Chelsea.

Spánverjar eiga flest lið í átta liða úrslitum í ár eða þrjú talsins. Þjóðverjar koma næstir með tvö lið.

Liðin sem eru komin áfram:

Barcelona, Spáni

Real Madrid, Spáni

Atlético, Spáni

Bayern, Þýskalandi

Wolfsburg, Þýskalandi

Paris Saint-Germain, Frakklandi

Benfica, Portúgal

Manchester City, Englandi


Tengdar fréttir

Zlatan afgreiddi Chelsea | Sjáðu mörkin

PSG er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-2 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Zlatan Ibrahimovic stal senunni í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×