Evrópskir bílaframleiðendur munu stórauka notkun áls Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2016 16:05 Audi A8 hefur löngum verið smíðaður úr áli og því furðu léttur miðað við stærð. Bílaframleiðendur í Evrópu nota nú um 140 kíló af áli að meðaltali í bíla sína en álnotkunin verður komin í 180 kíló árið 2020, ef spár ganga eftir. Bílaframleiðendur eru undir sífelldum þrýstingi að minnka eyðslu bíla sinna og auðveldasta leiðin er að létta þá. Léttari efni eins og ál og koltrefjar leysa þá af hólmi stál í bílunum. Kröfur Evrópusambandsins um meðalmengun bíla breytist frá því að vera 130 g/km af CO2 í dag og í 95 g/km árið 2021. Álnotkun mun ekki einskorðast við yfirbyggingu bílanna, heldur einnig vélar og hluta undirvagns þeirra. Einn kosturinn við aukna álnotkun í bílum er sá að álið í þeim verður endurunnið, en það á að minna leiti við stál í bílum sem fargað hefur verið. Því gengur álið aftur og verður ekki bara umhverfisvænt með því að létta bílana, heldur þarf að framleiða minna af því en stálinu vegna endurvinnslu þess. Álver á Íslandi framleiða mikið af áli fyrir bílaframleiðendur og gott er að vita af því að það stuðlar að umhverfisvernd þegar það er loks notað í endanlega vöru, þó svo framleiðsla þess mengi í fyrstu. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Bílaframleiðendur í Evrópu nota nú um 140 kíló af áli að meðaltali í bíla sína en álnotkunin verður komin í 180 kíló árið 2020, ef spár ganga eftir. Bílaframleiðendur eru undir sífelldum þrýstingi að minnka eyðslu bíla sinna og auðveldasta leiðin er að létta þá. Léttari efni eins og ál og koltrefjar leysa þá af hólmi stál í bílunum. Kröfur Evrópusambandsins um meðalmengun bíla breytist frá því að vera 130 g/km af CO2 í dag og í 95 g/km árið 2021. Álnotkun mun ekki einskorðast við yfirbyggingu bílanna, heldur einnig vélar og hluta undirvagns þeirra. Einn kosturinn við aukna álnotkun í bílum er sá að álið í þeim verður endurunnið, en það á að minna leiti við stál í bílum sem fargað hefur verið. Því gengur álið aftur og verður ekki bara umhverfisvænt með því að létta bílana, heldur þarf að framleiða minna af því en stálinu vegna endurvinnslu þess. Álver á Íslandi framleiða mikið af áli fyrir bílaframleiðendur og gott er að vita af því að það stuðlar að umhverfisvernd þegar það er loks notað í endanlega vöru, þó svo framleiðsla þess mengi í fyrstu.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira