Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2016 16:25 Vísir/Pjetur Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira