Coleman með mikla yfirburði í baráttu Bandaríkjamannanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 17:00 Al'lonzo Coleman. Vísir/Anton Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00
Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00