Svolítið eins og að hjóla Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. mars 2016 10:00 Hljómsveitin Risaeðlan æfir af kappi fyrir tónleika sína á Aldrei fór ég suður um páskanna. vísir/ernir „Það er mjög mikil tilhlökkun hjá okkur, ég myndi nú kannski segja að það sem einkenndi þessa hljómsveit líklega mest væri spilagleðin. Það er allavega ein niðurstaða þessara óvæntu endurfunda. Okkur finnst bara ógeðslega gaman að spila saman,“ segir Margrét Kristín Blöndal, líklega betur þekkt sem Magga Stína, söngkona og fiðluleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar. Risaeðlan var stofnuð árið 1984 en er nú, 32 árum síðar að koma saman sérstaklega fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. „Hljómsveitin var stofnuð eitthvað áður en ég kom inn í hana og hún spilaði þá aðallega í anddyrum skemmtihúsa í Reykjavík og það var svona helsti metnaðurinn þá. En svo varð sveitin til í þessari mynd sem hún spilar í á Aldrei fór ég suður fyrir þátt sem hét Annir og appelsínur, að mig minnir og okkur fannst við svo skemmtileg að við héldum áfram,“ segir Magga Stína um upphafið. Fyrstu útgáfu Risaeðlunnar skipuðu Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson, betur þekktur sem Ívar Bongó bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir hljómborðsleikari og Halldóra Geirharðsdóttir, betur þekkt sem Dóra Wonder söngkona og saxófónleikari. Þá komu Magga Stína og trommuleikarinn Valur Gautason inn í sveitina en Þórarinn Kristjánsson tók við trommukjuðunum af Vali árið 1987. Í hljómsveitinni sem kemur nú saman eru þau Sigurður, Ívar, Halldóra, Magga Stína og Þórarinn. Risaeðlan hefur ekki komið saman síðan árið 1990 nema í eitt skipti. „Við komum reyndar saman í fimmtugsafmæli Árna Matthíassonar en hann var mikill stuðningsmaður hljómsveitarinnar. En annars höfum við ekki komið saman síðan árið 1990 held ég,“ bætir Magga Stína við.Meðlimirnir hafa verið mis duglegir við að halda sér við í að spila á sín hljóðfæri undanfarin ár.vísir/ernirEftir að Risaeðlan gaf úr sína fyrstu EP plötu sem var samnefnd hljómsveitinni fékk hún mikla athygli. „Við vorum í einhverri svona póstpönkstónlistarhringiðu þar sem við reyndum að spila gegn öllum ríkjandi tónlistarstefnum og aðhylltumst helst fíflagang. Það var mikið um tónleikahald á þessum tíma og við tengdumst hljómsveitinni Ham miklum vinaböndum enda þeir á mála hjá sama útgáfufyrirtæki og þessar hljómsveitir héldu gjarnan tónleika saman og fóru í tónleikaferðir ásamt hljómsveitinni Bless. Þetta voru hljómsveitir sem voru svona samtímis Sykurmolunum en þeirra velgengni út á við smitaði svolítið út frá sér. Við ferðuðumst töluvert og fórum til dæmis til Ameríku, þannig að þetta var mjög skemmtilegur tími,“ útskýrir Magga Stína. EP platan fékk góðar viðtökur í Bretlandi en hún var til dæmis valin smáskífa vikunnar hjá NME tímaritinu. Meðlimir sveitarinnar hafa að undanförnu verið að hittast til þess að dusta rykið af hljóðfærunum og rifja upp gamla takta og segir Magga Stína æfingarnar vera ákaflega skemmtilegar. „Við höfum hist reglulega eða í um klukkutíma á viku og framheilinn hefur sannað sig, virkilega. Við vorum mjög ánægð með okkur fyrst. Þetta er svolítið eins og að hjóla. Þú áttar þig fyrst á því að þú kannt ennþá að hjóla en svo tekur við annað ferli og það er að æfa sig fyrir Tour de France-keppnina,“ segir hún og hlær. Meðlimirnir hafa verið mis duglegir við að halda sér við í að spila á sín hljóðfæri undanfarin ár. „Halldóra hefur eiginlega ekkert spilað á saxófóninn og því voru vöðvarnir í munninum á henni orðnir slakir en hún hefur auðvitað talað töluvert mikið undanfarin 25 ár. Blástursvöðvarnir eru allir að koma til hjá henni og hún rúllar þessu upp eins og öðru. Ég er ekkert að spila á fiðlu frá degi til dags og það er gott að viðra sig og vakna aftur til hljóðfærisins,“ segir Magga Stína létt í lundu. Þegar að aðstandendur Aldrei fór ég suður höfðu samband kom ekkert annað til greina en að koma saman og spila. „Það er svo flott fólk sem stendur að þessari hátíð þannig að við vorum öll strax til í þetta,“ segir Magga Stína glöð í bragði. Risaeðlan spilar á laugardeginum 26. mars á Aldrei fór ég suður en hefur sveitin í hyggju að leika nýtt efni? „Við erum ekki að semja nýtt efni, við látum gömlu slagarana standa og setjum alla orkuna í það. Það er það sem stendur fyrir dyrum, við erum ekkert að leggja upp á nýjar brautir og erum bara að rifja upp gamalt ferðalag,“ segir Magga Stína sem lofar frábærum tónleikum. Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er mjög mikil tilhlökkun hjá okkur, ég myndi nú kannski segja að það sem einkenndi þessa hljómsveit líklega mest væri spilagleðin. Það er allavega ein niðurstaða þessara óvæntu endurfunda. Okkur finnst bara ógeðslega gaman að spila saman,“ segir Margrét Kristín Blöndal, líklega betur þekkt sem Magga Stína, söngkona og fiðluleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar. Risaeðlan var stofnuð árið 1984 en er nú, 32 árum síðar að koma saman sérstaklega fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. „Hljómsveitin var stofnuð eitthvað áður en ég kom inn í hana og hún spilaði þá aðallega í anddyrum skemmtihúsa í Reykjavík og það var svona helsti metnaðurinn þá. En svo varð sveitin til í þessari mynd sem hún spilar í á Aldrei fór ég suður fyrir þátt sem hét Annir og appelsínur, að mig minnir og okkur fannst við svo skemmtileg að við héldum áfram,“ segir Magga Stína um upphafið. Fyrstu útgáfu Risaeðlunnar skipuðu Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson, betur þekktur sem Ívar Bongó bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir hljómborðsleikari og Halldóra Geirharðsdóttir, betur þekkt sem Dóra Wonder söngkona og saxófónleikari. Þá komu Magga Stína og trommuleikarinn Valur Gautason inn í sveitina en Þórarinn Kristjánsson tók við trommukjuðunum af Vali árið 1987. Í hljómsveitinni sem kemur nú saman eru þau Sigurður, Ívar, Halldóra, Magga Stína og Þórarinn. Risaeðlan hefur ekki komið saman síðan árið 1990 nema í eitt skipti. „Við komum reyndar saman í fimmtugsafmæli Árna Matthíassonar en hann var mikill stuðningsmaður hljómsveitarinnar. En annars höfum við ekki komið saman síðan árið 1990 held ég,“ bætir Magga Stína við.Meðlimirnir hafa verið mis duglegir við að halda sér við í að spila á sín hljóðfæri undanfarin ár.vísir/ernirEftir að Risaeðlan gaf úr sína fyrstu EP plötu sem var samnefnd hljómsveitinni fékk hún mikla athygli. „Við vorum í einhverri svona póstpönkstónlistarhringiðu þar sem við reyndum að spila gegn öllum ríkjandi tónlistarstefnum og aðhylltumst helst fíflagang. Það var mikið um tónleikahald á þessum tíma og við tengdumst hljómsveitinni Ham miklum vinaböndum enda þeir á mála hjá sama útgáfufyrirtæki og þessar hljómsveitir héldu gjarnan tónleika saman og fóru í tónleikaferðir ásamt hljómsveitinni Bless. Þetta voru hljómsveitir sem voru svona samtímis Sykurmolunum en þeirra velgengni út á við smitaði svolítið út frá sér. Við ferðuðumst töluvert og fórum til dæmis til Ameríku, þannig að þetta var mjög skemmtilegur tími,“ útskýrir Magga Stína. EP platan fékk góðar viðtökur í Bretlandi en hún var til dæmis valin smáskífa vikunnar hjá NME tímaritinu. Meðlimir sveitarinnar hafa að undanförnu verið að hittast til þess að dusta rykið af hljóðfærunum og rifja upp gamla takta og segir Magga Stína æfingarnar vera ákaflega skemmtilegar. „Við höfum hist reglulega eða í um klukkutíma á viku og framheilinn hefur sannað sig, virkilega. Við vorum mjög ánægð með okkur fyrst. Þetta er svolítið eins og að hjóla. Þú áttar þig fyrst á því að þú kannt ennþá að hjóla en svo tekur við annað ferli og það er að æfa sig fyrir Tour de France-keppnina,“ segir hún og hlær. Meðlimirnir hafa verið mis duglegir við að halda sér við í að spila á sín hljóðfæri undanfarin ár. „Halldóra hefur eiginlega ekkert spilað á saxófóninn og því voru vöðvarnir í munninum á henni orðnir slakir en hún hefur auðvitað talað töluvert mikið undanfarin 25 ár. Blástursvöðvarnir eru allir að koma til hjá henni og hún rúllar þessu upp eins og öðru. Ég er ekkert að spila á fiðlu frá degi til dags og það er gott að viðra sig og vakna aftur til hljóðfærisins,“ segir Magga Stína létt í lundu. Þegar að aðstandendur Aldrei fór ég suður höfðu samband kom ekkert annað til greina en að koma saman og spila. „Það er svo flott fólk sem stendur að þessari hátíð þannig að við vorum öll strax til í þetta,“ segir Magga Stína glöð í bragði. Risaeðlan spilar á laugardeginum 26. mars á Aldrei fór ég suður en hefur sveitin í hyggju að leika nýtt efni? „Við erum ekki að semja nýtt efni, við látum gömlu slagarana standa og setjum alla orkuna í það. Það er það sem stendur fyrir dyrum, við erum ekkert að leggja upp á nýjar brautir og erum bara að rifja upp gamalt ferðalag,“ segir Magga Stína sem lofar frábærum tónleikum.
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira