Íslenski boltinn

ÍA í engum vandræðum með HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert var á skotskónum í Akraneshöllinni í dag.
Albert var á skotskónum í Akraneshöllinni í dag. vísir/vilhelm
ÍA vann sinn annan sigur í riðli 3 í Lengjubikar karla í dag þegar liðið vann 4-2 sigur á HK í Akraneshöllinni í morgun.

Albert Hafsteinsson kom heimamönnum yfir á sjöttu mínútu og Ásgeir Marteinsson tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu.

Hákon Ingi Jónsson, sem gekk í raðir HK frá Fylki í vetur, minnkaði muninn á 43. mínútu, en Arnór Snær Guðmundsson kom ÍA svo í 3-1 skömmu fyrir hlé.

Varnarmaðurinn Ármann Smári Björnsson skoraði eina mark ÍA í síðari hálfleik, en það gerði hann ellefu mínútum fyrir leikslok. Hákon Ingi minnkaði muninn fyrir HK í uppbótartíma með sínu öðru marki og lokatölur 4-2.

Þetta var þriðji leikur ÍA, en þeir eru með sjö stig í öðru sætinu. HK er í þriðja sætinu með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina.

Úrslit og markaskorar eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×