Að vinna Edduna var hálf óraunverulegt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2016 08:00 Birna Rún leikkona hlaut Edduverðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki. „Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016. Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta kom mér alveg rosalega á óvart, ég bjóst engan veginn við þessu. Í fyrsta lagi fannst mér bara frábært að vera tilnefnd í hópi þessara flottu leikkvenna, og svo að vinna þetta var hálf óraunverulegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað margir kunnu að meta vinnuna sem ég lagði í hlutverkið,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem hlaut á sunnudaginn Edduna fyrir leik sinn í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Rétti 3, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur. Birna Rún, sem ennþá nemur við Listaháskóla Íslands, fór með hlutverk Hönnu, 17 ára stelpu sem átti ansi erfiða æsku, byrjar að drekka þrettán ára og lendir í slæmum félagsskap og neyslu. Hlutverkið þótti afar krefjandi og þótti Birna skara fram úr fyrir túlkun sína á hlutverkinu. „Ég fór í þetta með hjartanu alla leið. Mér fannst ekkert smá gaman að fá að takast á við þetta hlutverk. Þessi raunveruleiki, að íslenskar stelpur séu seldar fyrir dóp, er til staðar í okkar samfélagi og það er misjafnt hvort fólk vill horfast í augu við það eða ekki. Það er lítið af úrræðum fyrir unglinga í neyslu svo þetta er brýnt málefni,“ segir hin unga leikkona Birna Rún um persónuna sem hún lék í þriðju þáttaröð af Rétti. Leikkona ársins í aðalhlutverki var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, einnig fyrir hlutverk sitt í Rétti. Leikarar ársins í aðal- og aukahlutverki voru valdir þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar. Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valin leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins hlaut Helgi Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki. Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira