Byrgjum brunninn stjórnarmaðurinn skrifar 2. mars 2016 09:30 Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Spár gera nú ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 37% frá síðasta ári og fram á þetta. Það eru auðvitað gleðitíðindi fyrir land og þjóð og gangi spáin eftir koma ríflega 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á árinu. Fjöldi ferðamanna mun þá hafa næstum sexfaldast frá aldamótum. Þetta er auðvitað mögnuð þróun, og nokkuð sem ber að fagna. Hér hefur sprottið upp fjöldinn allur af fyrirtækjum sem gera út á ferðamennsku; hvalaskoðun, fjallaskíði, hjólatúra, leiðsögn um íverustaði álfa og huldufólks og guð má vita hvað. Annar hver maður auglýsir svo íbúð sína til leigu á Airbnb. Ekki má heldur gleyma að hér starfa líka tvö flugfélög sem virðast bæði gera það gott. Nokkuð sem hefði þótt tíðindum sæta fyrir örfáum árum. Fjölgun ferðamanna má vafalaust þakka mörgum – bæði opinberum og einkaaðilum sem tekist hefur vel að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland. Fyrst og fremst er þetta þó landinu sjálfu að þakka. Ísland er öðruvísi staður með magnaða náttúru sem áhugavert er að sækja heim. Ekki eru þó öll teiknin góð. Flugstöðin í Leifsstöð virðist sprungin í enn eitt skiptið og tíðindi berast trekk í trekk af skipulagsslysum á helstu ferðamannastöðum landsins. Þegar slíkt fer á versta máta getur fólk hlotið verra af. Ekki er seinna vænna en að fara að líta heildstætt á ferðamannamál í landinu. Þar er mikilvægasta spurningin sú hvernig fjármagna eigi nauðsynlegar endurbætur á infrastrúktur. Einhver sagði að eðlilegast væri að notendur standi undir slíku. Sjálfsagt og eðlilegt er að aðgangsgjald sé greitt að ferðamannastöðum. Einnig þarf að finna leið til að láta þá sem ósjálfbjarga verða standa undir kostnaði við björgunaraðgerðir (oftast með því að seilast í ferðatryggingar viðkomandi). Hvort tveggja væri í takti við það sem annars staðar tíðkast. Hið opinbera þarf að hugsa fyrir því hvernig best er að vinna úr þessum málum. Áður en það verður um seinan.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira