Við erum alltaf á vakt sama hvar við erum staddir Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2016 10:00 Haukur Heiðar, nýútskrifaður heimilislæknir, hvetur unga lækna til að horfa til sérnáms í heimilislækningum vísir/Ernir Ég hef einu sinni lent í því þegar ég var að fara upp á svið á 17. júní að kallað var eftir lækni þar sem lítill strákur slasaðist í hoppukastala, ég þurfti að líta á hann áður en ég fór upp á svið. Við erum alltaf á vakt alveg sama hvar við erum staddir,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, læknir og söngvari í hljómsveitinni Diktu, aðspurður hvort hann hafi þurft að rjúka til og bjarga mannslífum þegar hann er að spila með hljómsveit sinni Diktu. Haukur Heiðar lauk sinni síðustu vakt á Landspítalanum sem sérnámslæknir í heimilislækningum í vikunni og við taka nýir og spennandi tímar. „Ég var að ljúka sérnámi og klára síðustu vaktina mína á Landspítalanum, þar og á heilsugæslunni hef ég unnið sem sérnámslæknir í heimilislækningum undanfarin ár. Núna er ég að fara sækja formlega um sérfræðiréttindi í heimilislækningum og kem til með að vinna á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði,“ segir Haukur Heiðar, nýútskrifaður heimilislæknir. Faðir Hauks Heiðars er einnig heimilislæknir og mikill tónlistarmaður sem hefur gefið út fjölda hljómplatna en hann er þekktastur fyrir að spila um áratugaskeið með Ómari Ragnarssyni á skemmtunum um land allt. „Pabbi minn er læknir og móðir mín hjúkrunarfræðingur svo það má segja að ég hafi alist upp í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á mannslíkamanum og komst að því þegar ég var í menntaskóla að þetta þótti mér skemmtilegast að læra og var staðráðinn í því að verða læknir og tónlistarmaður,“ segir Haukur Heiðar. Haukur Heiðar hefur heldur betur haft í nógu að snúast síðastliðin ár en ásamt því að læra læknisfræði er hann eins og áður segir söngvari hljómsveitarinnar Diktu sem nýverið gaf út plötuna Easy Street. Dikta er ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands og skaust hratt og örugglega upp á stjörnuhimininn árið 2009. „Þetta hefur verið ansi skrautlegt en ég hef fengið mikinn skilning frá bæði fjölskyldu og samstarfsfélögum, ég hef þurft að færa til vaktir og það hefur alltaf verið góður skilningur á því. Þetta er það sem ég hef verið að gera síðustu árin, það tekur tíma að mennta sig sem heimilislæknir, maður byrjar á að taka grunnlæknisfræði sem tekur sex ár, og þá tekur við eitt ár þar sem þú vinnur á sjúkrahúsi sem kandídat, eftir það getur þú kallað þig lækni. Svo tekur við sérnám fyrir þá sem kjósa að fara í slíkt. Ég valdi mér heimilislæknisfræði en það tekur fjögur og hálft ár að klára hana,“ segir Haukur Heiðar. Undanfarna mánuði hefur Haukur Heiðar unnið á bráðamóttöku Landspítalans, þar sem ástandið hefur verið slæmt og álagið gífurlegt „Seinustu fjóra mánuði hef ég unnið á bráðamóttökunni og það er algjörlega út í hött hvað þar er mikið álag. Það er ekki að ástæðulausu að fjallað er um álagið í fjölmiðlum. Þetta er raunveruleikinn. Það þarf að byggja upp heilsugæsluna á Íslandi því það á að vera fyrsti staðurinn sem sjúklingar eiga að leita til. Ástandið í dag er að mörgu leyti komið til vegna þess að heilsugæslan hefur verið undirmönnuð og svelt í mörg ár,“ segir Haukur Heiðar og hvetur unga læknanema til að horfa til heilsugæslunnar þegar þeir hugsa til sérnáms. Fram undan eru nýir tímar þar sem Haukur tekur á móti sjúklingum á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði ásamt því að ferðast um heiminn með hljómsveit sinni. „Það eru spennandi tímar fram undan á öllum vígstöðvum, við erum með nýtt lag og myndband á leiðinni í spilun, svo erum við að fara til Noregs að spila. Ásamt þessu vinn ég á Sólvangi og held áfram að sinna FH í fótbolta sem þeirra læknir og fer með þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar,“ segir Haukur Heiðar fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Ég hef einu sinni lent í því þegar ég var að fara upp á svið á 17. júní að kallað var eftir lækni þar sem lítill strákur slasaðist í hoppukastala, ég þurfti að líta á hann áður en ég fór upp á svið. Við erum alltaf á vakt alveg sama hvar við erum staddir,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, læknir og söngvari í hljómsveitinni Diktu, aðspurður hvort hann hafi þurft að rjúka til og bjarga mannslífum þegar hann er að spila með hljómsveit sinni Diktu. Haukur Heiðar lauk sinni síðustu vakt á Landspítalanum sem sérnámslæknir í heimilislækningum í vikunni og við taka nýir og spennandi tímar. „Ég var að ljúka sérnámi og klára síðustu vaktina mína á Landspítalanum, þar og á heilsugæslunni hef ég unnið sem sérnámslæknir í heimilislækningum undanfarin ár. Núna er ég að fara sækja formlega um sérfræðiréttindi í heimilislækningum og kem til með að vinna á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði,“ segir Haukur Heiðar, nýútskrifaður heimilislæknir. Faðir Hauks Heiðars er einnig heimilislæknir og mikill tónlistarmaður sem hefur gefið út fjölda hljómplatna en hann er þekktastur fyrir að spila um áratugaskeið með Ómari Ragnarssyni á skemmtunum um land allt. „Pabbi minn er læknir og móðir mín hjúkrunarfræðingur svo það má segja að ég hafi alist upp í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á mannslíkamanum og komst að því þegar ég var í menntaskóla að þetta þótti mér skemmtilegast að læra og var staðráðinn í því að verða læknir og tónlistarmaður,“ segir Haukur Heiðar. Haukur Heiðar hefur heldur betur haft í nógu að snúast síðastliðin ár en ásamt því að læra læknisfræði er hann eins og áður segir söngvari hljómsveitarinnar Diktu sem nýverið gaf út plötuna Easy Street. Dikta er ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands og skaust hratt og örugglega upp á stjörnuhimininn árið 2009. „Þetta hefur verið ansi skrautlegt en ég hef fengið mikinn skilning frá bæði fjölskyldu og samstarfsfélögum, ég hef þurft að færa til vaktir og það hefur alltaf verið góður skilningur á því. Þetta er það sem ég hef verið að gera síðustu árin, það tekur tíma að mennta sig sem heimilislæknir, maður byrjar á að taka grunnlæknisfræði sem tekur sex ár, og þá tekur við eitt ár þar sem þú vinnur á sjúkrahúsi sem kandídat, eftir það getur þú kallað þig lækni. Svo tekur við sérnám fyrir þá sem kjósa að fara í slíkt. Ég valdi mér heimilislæknisfræði en það tekur fjögur og hálft ár að klára hana,“ segir Haukur Heiðar. Undanfarna mánuði hefur Haukur Heiðar unnið á bráðamóttöku Landspítalans, þar sem ástandið hefur verið slæmt og álagið gífurlegt „Seinustu fjóra mánuði hef ég unnið á bráðamóttökunni og það er algjörlega út í hött hvað þar er mikið álag. Það er ekki að ástæðulausu að fjallað er um álagið í fjölmiðlum. Þetta er raunveruleikinn. Það þarf að byggja upp heilsugæsluna á Íslandi því það á að vera fyrsti staðurinn sem sjúklingar eiga að leita til. Ástandið í dag er að mörgu leyti komið til vegna þess að heilsugæslan hefur verið undirmönnuð og svelt í mörg ár,“ segir Haukur Heiðar og hvetur unga læknanema til að horfa til heilsugæslunnar þegar þeir hugsa til sérnáms. Fram undan eru nýir tímar þar sem Haukur tekur á móti sjúklingum á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði ásamt því að ferðast um heiminn með hljómsveit sinni. „Það eru spennandi tímar fram undan á öllum vígstöðvum, við erum með nýtt lag og myndband á leiðinni í spilun, svo erum við að fara til Noregs að spila. Ásamt þessu vinn ég á Sólvangi og held áfram að sinna FH í fótbolta sem þeirra læknir og fer með þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar,“ segir Haukur Heiðar fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið