Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 11:30 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00