Audi S4 Avant í Genf Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 11:46 Audi S4 Avant er glæsilegur fulltrúi frá Audi. Autoblog Audi kynnir nú langbaksútgáfuna af S4 bíl sínum á bílasýningunni í Genf en hann er kraftaútgáfa af nýjum A4 bíl. Audi S4 er sannerlega úlfur í sauðagæru því þessi bíll sem lítur út fyrir að vera venjulegur fjölskyldulangbakur tekur sprettinn í hundraðið á litlum 4,9 sekúndum og sedan-gerð hans er enn sneggri, eða 4,7 sekúndur. Vélin í bílnum er forþjöppudrifin V6 TFSI bensínvél, 354 hestöfl, tengd við 8 gíra sjálfskiptingu og þekkt gæða fjórhjóladrif Audi. Þessi bíll hefur mikið farangursrými, eða 505 til 1.510 lítra með aftursætin niðri og er því bæði praktískur bíll og sportbíll í leiðinni. Ekki slæm blanda það. Þrátt fyrir allt sitt afl eyðir þessi bíll aðeins 7,4 lítrum af bensíni á hverja 100 kílómetra og mengar 175 g af CO2 og sedan bíllinn 170 g. Audi hefur létt bílinn á milli kynslóða og stuðlar það að verulega minnkaðri eyðslu. Bíllinn kemur á 18 tommu felgum með val um 19 tommu og enn sportlegri felgur. Audi S4 er 23 mm lægri á vegi en hefðbundin gerð Audi A4 og með mun sportlegri aksturseiginleika. Verðið á Audi S4 Avant verður 61.150 evrur, eða tæpar 8,7 milljónir króna og sedan útfærsla hans kostar 8,4 milljónir króna á meginlandi Evrópu.Reffilegur langbakur. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Audi kynnir nú langbaksútgáfuna af S4 bíl sínum á bílasýningunni í Genf en hann er kraftaútgáfa af nýjum A4 bíl. Audi S4 er sannerlega úlfur í sauðagæru því þessi bíll sem lítur út fyrir að vera venjulegur fjölskyldulangbakur tekur sprettinn í hundraðið á litlum 4,9 sekúndum og sedan-gerð hans er enn sneggri, eða 4,7 sekúndur. Vélin í bílnum er forþjöppudrifin V6 TFSI bensínvél, 354 hestöfl, tengd við 8 gíra sjálfskiptingu og þekkt gæða fjórhjóladrif Audi. Þessi bíll hefur mikið farangursrými, eða 505 til 1.510 lítra með aftursætin niðri og er því bæði praktískur bíll og sportbíll í leiðinni. Ekki slæm blanda það. Þrátt fyrir allt sitt afl eyðir þessi bíll aðeins 7,4 lítrum af bensíni á hverja 100 kílómetra og mengar 175 g af CO2 og sedan bíllinn 170 g. Audi hefur létt bílinn á milli kynslóða og stuðlar það að verulega minnkaðri eyðslu. Bíllinn kemur á 18 tommu felgum með val um 19 tommu og enn sportlegri felgur. Audi S4 er 23 mm lægri á vegi en hefðbundin gerð Audi A4 og með mun sportlegri aksturseiginleika. Verðið á Audi S4 Avant verður 61.150 evrur, eða tæpar 8,7 milljónir króna og sedan útfærsla hans kostar 8,4 milljónir króna á meginlandi Evrópu.Reffilegur langbakur.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent