Forstjóri Fiat Chrysler með 1.421 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 13:13 Sergio Marchionne. caranddriver Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira