Forstjóri Fiat Chrysler með 1.421 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 13:13 Sergio Marchionne. caranddriver Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent
Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent