Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-21 | Grótta styrkti stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. mars 2016 13:29 Vísir/Vilhelm Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Grótta lagði ÍBV 27-21 á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi í toppslag Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. ÍBV var 12-8 yfir í hálfleik. Bikarúrslitahelgin þar sem Grótta varð að sætta sig við silfur í kjölfar tvíframlengds undanúrslitaleiks virtist sitja í liði Gróttu. Liðið lék sérstaklega illa í fyrri hálfleik. Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í hálfleiknum og getur þakkað klaufaskap ÍBV það að hafa aðeins farið fjórum mörkum undir inn í hálfleikinn. ÍBV fór illa með fjölda dauðafæra og ekki síst hraðaupphlaup í fyrri hálfleiknum og tapaði sjálft boltanum 8 sinnum en liðið virtist hreinlega falla niður á plan Gróttu eftir frábæra byrjun þar sem liðið komst í 6-1. Allt annað var að sjá til Gróttu í seinni hálfleik. Liðið mætti mjög ákveðið til leiks. Með góða vörn og mjög ákveðna sókn náði liðið að jafna metin í 14-14 á rétt rúmlega fjórum mínútum. ÍBV tók leikhlé og strax í kjölfarið meiddist Lovísa Thompson sem þá hafði skorað tvö mörk í röð fyrir Gróttu og dró það tennurnar úr liði Gróttu í andartak og ÍBV komst aftur tveimur mörkum yfir. Grótta jafnaði sig þó fljótt á áfallinu og náði aftur frumkvæðinu á leiknum áður en langt um leið. Grótta lék frábærlega í seinni hálfleik. Vörnin var frábær og sóknin jafn góð og hún var slök fyrir hlé. Leikur liðsins var allur kraftmeiri og ljóst að Kári Garðarsson þjálfari náði til leikmanna sinna í hálfleiknum. ÍBV missti aftur á móti trúna er leið á leikinn og fór sjálfstraustið fljótt en þetta var þriðja tap liðsins í fimm leikjum. Grótta er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppi deildarinnar en Haukar eiga leik til góða. ÍBV er nú fimm stigum frá toppnum og fara deildarmeistaravonir liðsins hverfandi. Þórey: Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinuÞórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í seinni hálfleik í liði Gróttu eftir að hafa ekki náð sér á strik í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins. „Þetta var bara einbeitingarleysi. Við vorum ekki mættar til leiks. Við ætluðum að mæta brjálaðar til leiks og sýna hvað í okkur býr eftir bikarinn,“ sagði Þórey sem sagði enga þreyta hafa verið í liðinu eftir bikarhelgina. „Við rifum okkur upp í seinni hálfleik og sýndum hvað við getum.“ Grótta tapaði boltanum 16 sinnum í fyrri hálfleik og var í raun heppið að vera ekki meira undir. „Við vorum í basli með 5-1 vörnina þeirra en við leystum það mun betur í seinni hálfleik. „Það var þessi hárblásari sem við fengum í hálfleik. Þá var ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu. „Þetta gengur ekki. Við erum með betra lið. Þetta voru mikilvæg stig í toppbaráttunni,“ sagði Þórey. Hrafnhildur: Getum ekki hugsað lengra en einn leik í einu„Við vorum mikið betra liðið í fyrri hálfleik en fórum með einhver 100% færi,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir annar þjálfari ÍBV. „Það var þvílíkur kraftur í liðinu í fyrri hálfleik. Þær voru frábærar og engin spurning að við hefðum auðveldlega getað verið sjö, átta mörkum yfir í hálfleik. „Grótta voru arfa slakar í fyrri hálfleik en þær voru líka mjög góðar í seinni hálfleik.“ Hrafnhildur sagðist þurfa að horfa á leikinn aftur til að greina hvað fór nákvæmlega úrskeiðis í seinni hálfleiknum. „Vörnin var ekki eins góð og hún var í fyrri hálfleik og markvarslan dettur alveg niður með vörninni. Svo lendum við líka í veseni í sóknarleiknum. Þær breyta um vörn sem við náum aldrei að leysa.“ Fyrir leikinn í dag var ÍBV þremur stigum á eftir Gróttu á toppi deildarinnar. Nú munar fimm stigum og tíu stig í pottinum. Hrafnhildur segir liðið þurfa að einbeita sér að einum leik í einu það sem eftir er móts í stað þess að reyna að elta Gróttu. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan gegn Val, Selfossi og Haukum. „Við spiluðum ekki vel í janúar og eins og staðan er núna getum við ekki hugsað lengra en einn leik í einu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira