Handbolti

Bjarki Már fór á kostum enn eina ferðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson er að standa sig vel með Berlínar-refunum í Þýskalandi.
Bjarki Már Elísson er að standa sig vel með Berlínar-refunum í Þýskalandi. vísir/anton brink
Bjarki Már Elísson var markahæstur með átta mörk hjá Füchse Berlín þegar liðið vann góðan útisigur á VfL Gummersbach, 28-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Algjört jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn, 15-15, að loknum honum. Framan af síðari hálfleik voru heimamenn í Gummersbach sterkari og leiddu meðal annars 23-20 þegar stundarfjórðungur var eftir.

Þá minnkaði Bjarki muninn í 23-21 og eftir það reyndust gestirnir frá Berlín sterkari. Þeir breyttu stöðunni úr 23-20 í 23-25 sér í vil og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-26.

Berlínar-refirnir eru í fimmta sætinu með 29 stig, en Gummersbach er í því níunda með 24 stig. Bjarki fór á kostum í liði Füchse og var markahæstur með átta mörk í frábærum sigri.

Erlingur Richardsson þjálfar lið Füchse Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×