Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 06:00 Þessi mynd var tekin þann 22. janúar síðastliðinn er Aron Kristjánsson hætti. Síðan þá virðist lítið hafa gerst. Vísir/Vilhelm Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira