Mickelson virðist loks vera búinn að læra á bláa skrímslið Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 10:30 Phil Mickelson spilaði vel í gærkvöldi. vísir/getty Scott Pierce frá Bandaríkjunum og Marcus Fraser frá Ástralíu eru efstir og jafnir á Cadillac-meistaramótinu í golfi sem hófst á TPC Blue Monster-vellinum á Trump Doral í Miami í gærkvöldi. Þeir spiluðu fyrsta hringinn báðir á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins og hafa eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Adm Scott og Jason Dufner eru á meðal fjöggura manna sem koma næstir á fjórum höggum undir pari. Mickelson hefur gengið afskaplega illa á Doral undanfarin tvö ár, en breytingar á TPC Blue Monster, bláa skrímslinu, voru ekki honum að skapi. Þessi þrautreyndi kylfingur þurfti að læra völl sem hann hafði spilað í 20 ár upp á nýtt og svo virtist í gærkvöldi sem náminu væri lokið. Mickelson setti niður sjö fugla og lauk leik sem fyrr segir á fimm höggum undir pari. Hann er enn í leit að fyrsta sigrinum á PGA-mótaröðinni síðan hann vann opna breska meistaramótið árið 2013. „Það er ýmislegt sem þarf að læra á þessum velli. Maður þarf að vita hvert maður vill slá og hvar bestu staðirnir eru,“ sagði Mickelson eftir fyrsta hringinn. „Það er ekki eins og maður mæti hérna nokkrum vikum fyrir mót og kortleggi völlinn eins og maður sér á stórmóti. Maður er ég bara í viku. En þetta er í þriðja sinn sem ég mæti á þennan völl og ég spila betur á honum á hverju ári,“ sagði Phil Mickelson. Útsending frá öðrum degi Cadillac-meistaramótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.Staðan í mótinu. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Scott Pierce frá Bandaríkjunum og Marcus Fraser frá Ástralíu eru efstir og jafnir á Cadillac-meistaramótinu í golfi sem hófst á TPC Blue Monster-vellinum á Trump Doral í Miami í gærkvöldi. Þeir spiluðu fyrsta hringinn báðir á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins og hafa eins höggs forystu á Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Adm Scott og Jason Dufner eru á meðal fjöggura manna sem koma næstir á fjórum höggum undir pari. Mickelson hefur gengið afskaplega illa á Doral undanfarin tvö ár, en breytingar á TPC Blue Monster, bláa skrímslinu, voru ekki honum að skapi. Þessi þrautreyndi kylfingur þurfti að læra völl sem hann hafði spilað í 20 ár upp á nýtt og svo virtist í gærkvöldi sem náminu væri lokið. Mickelson setti niður sjö fugla og lauk leik sem fyrr segir á fimm höggum undir pari. Hann er enn í leit að fyrsta sigrinum á PGA-mótaröðinni síðan hann vann opna breska meistaramótið árið 2013. „Það er ýmislegt sem þarf að læra á þessum velli. Maður þarf að vita hvert maður vill slá og hvar bestu staðirnir eru,“ sagði Mickelson eftir fyrsta hringinn. „Það er ekki eins og maður mæti hérna nokkrum vikum fyrir mót og kortleggi völlinn eins og maður sér á stórmóti. Maður er ég bara í viku. En þetta er í þriðja sinn sem ég mæti á þennan völl og ég spila betur á honum á hverju ári,“ sagði Phil Mickelson. Útsending frá öðrum degi Cadillac-meistaramótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.Staðan í mótinu.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira