Kostar aldrei neitt að spyrja Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2016 09:30 Níels Alvin er að vonum alsæll yfir því hversu vel uppáhaldshljómsveit hans tók í það að koma og spila hér á landi. Hann hefur nú bókað sal í Háskólabíói fyrir fyrirhugaða tónleika. Vísir/Stefán „Ég fór bara inn á heimasíðuna þeirra af rælni. Þar var svona linkur til þess að hafa samband og ég hugsaði bara með mér að það kostaði nú aldrei neitt að spyrja þannig að ég sendi inn fyrirspurn og þannig rúllaði boltinn af stað,“ útskýrir hásetinn Níels Alvin Níelsson um tildrög þess að hann hefur nú bókað sal í Háskólabíói undir tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni, Fairport Convention, þann 20. maí árið 2017. „Ég er aðeins að hoppa út í djúpu laugina, ég hef enga reynslu af tónleikahaldi en ég er með góða menn í kringum mig sem eru búnir að gefa mér ókeypis ráð. Þannig að ég ákvað að stökkva af stað.“ Níels hefur hlustað á hljómsveitina frá 16 ára aldri eða í rúm 30 ár. „Þeir standa fyrir tónlistarhátíð þar sem mæta um 20.000 manns og ég hef farið þrisvar sinnum og var alltaf með það í huganum að það væri gaman að fá þá hingað. Maður bara þekkir ekki markaðinn þannig að maður er að renna svolítið blint í sjóinn með þetta.“ „Ég tilkynnti þetta á Facebook fyrir vini og vandamenn. Manni finnst nú oft ekkert að marka Facebook. Það eru kannski 100 manns sem skrá sig á einhvern viðburð en svo mæta 20. En viðtökurnar hafa verið góðar það sem af er og fólk hefur verið í óðaönn að senda mér skilaboð og biðja mig um að taka frá miða.“ Níels segir textasmíð sveitarinnar eiga stóran þátt í því að hún hafi verið í uppáhaldi í þessi þrjátíu ár. „Það eru skemmtilegar sögur í textunum, mikið af breskum þjóðsögum og sjóarasögum og slíku,“ segir hann og bætir fljótt við: „Svo eru þeir að blanda rokkinu inn í þetta þannig að þeir eru hressir líka.“ Hann vill þó ekki meina að hann muni hætta hásetastörfum og einbeita sér að tónleikahaldi. „Þetta snýst nú meira um að láta gamla drauma rætast. Í staðinn fyrir að ég fari til Englands á tónleika með þeim þá koma þeir til mín.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu lítið þurfti til að fá sveitina til að koma til landsins. „Það kom mér á óvart hvað þeir eru hógværir í kröfum. Það eru engir stjörnustælar í kringum þá. Þeir eru ekkert að biðja bara um gult M&M eða eitthvað svoleiðis.“ Níels er fljótur til svars þegar hann er inntur eftir því hvort tónleikagestir megi eiga von á því að hann skelli sér upp á svið með sveitinni. „Ég ætla rétt að vona ekki, ég ætla nú ekki að fara að verða mér til skammar,“ segir hann og skellihlær.Um Fairport Convention Breska þjóðlagarokkhljómsveitin Fairport Convention var stofnuð árið 1967 og er sveitin talin hafa verið ein lykilsveita bresku þjóð- lagarokkhreyfingarinnar. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Simon Nicol, Dave Pegg, Ric Sanders, Chris Leslie og Gerry Conway (Pegg og Conway léku einnig báðir með bresku rokksveitinni Jethro Tull). Tónlistarkonan Sandy Denny var aðalsöngkona sveitarinnar á árunum 1968-1975 með hléum. Hún lést árið 1978 en hún var eini gestasöngvarinn á stúdíóplötu hinnar fornfrægu hljómsveitar Led Zeppelin þegar hún söng dúettinn The Battle of Evermore ásamt Robert Plant á fjórðu plötu sveitarinnar sem kom út árið 1971. Sveitin hefur frá árinu 1979 staðið fyrir Cropredy-hátíðinni, árlegri þjóðlagarokkhátíð og er hún stærsti viðburður sinnar tegundar í Englandi og fer fram í útjaðri þorpsins Cropredy í Oxfordskíri. Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég fór bara inn á heimasíðuna þeirra af rælni. Þar var svona linkur til þess að hafa samband og ég hugsaði bara með mér að það kostaði nú aldrei neitt að spyrja þannig að ég sendi inn fyrirspurn og þannig rúllaði boltinn af stað,“ útskýrir hásetinn Níels Alvin Níelsson um tildrög þess að hann hefur nú bókað sal í Háskólabíói undir tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni, Fairport Convention, þann 20. maí árið 2017. „Ég er aðeins að hoppa út í djúpu laugina, ég hef enga reynslu af tónleikahaldi en ég er með góða menn í kringum mig sem eru búnir að gefa mér ókeypis ráð. Þannig að ég ákvað að stökkva af stað.“ Níels hefur hlustað á hljómsveitina frá 16 ára aldri eða í rúm 30 ár. „Þeir standa fyrir tónlistarhátíð þar sem mæta um 20.000 manns og ég hef farið þrisvar sinnum og var alltaf með það í huganum að það væri gaman að fá þá hingað. Maður bara þekkir ekki markaðinn þannig að maður er að renna svolítið blint í sjóinn með þetta.“ „Ég tilkynnti þetta á Facebook fyrir vini og vandamenn. Manni finnst nú oft ekkert að marka Facebook. Það eru kannski 100 manns sem skrá sig á einhvern viðburð en svo mæta 20. En viðtökurnar hafa verið góðar það sem af er og fólk hefur verið í óðaönn að senda mér skilaboð og biðja mig um að taka frá miða.“ Níels segir textasmíð sveitarinnar eiga stóran þátt í því að hún hafi verið í uppáhaldi í þessi þrjátíu ár. „Það eru skemmtilegar sögur í textunum, mikið af breskum þjóðsögum og sjóarasögum og slíku,“ segir hann og bætir fljótt við: „Svo eru þeir að blanda rokkinu inn í þetta þannig að þeir eru hressir líka.“ Hann vill þó ekki meina að hann muni hætta hásetastörfum og einbeita sér að tónleikahaldi. „Þetta snýst nú meira um að láta gamla drauma rætast. Í staðinn fyrir að ég fari til Englands á tónleika með þeim þá koma þeir til mín.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu lítið þurfti til að fá sveitina til að koma til landsins. „Það kom mér á óvart hvað þeir eru hógværir í kröfum. Það eru engir stjörnustælar í kringum þá. Þeir eru ekkert að biðja bara um gult M&M eða eitthvað svoleiðis.“ Níels er fljótur til svars þegar hann er inntur eftir því hvort tónleikagestir megi eiga von á því að hann skelli sér upp á svið með sveitinni. „Ég ætla rétt að vona ekki, ég ætla nú ekki að fara að verða mér til skammar,“ segir hann og skellihlær.Um Fairport Convention Breska þjóðlagarokkhljómsveitin Fairport Convention var stofnuð árið 1967 og er sveitin talin hafa verið ein lykilsveita bresku þjóð- lagarokkhreyfingarinnar. Meðlimir sveitarinnar eru þeir Simon Nicol, Dave Pegg, Ric Sanders, Chris Leslie og Gerry Conway (Pegg og Conway léku einnig báðir með bresku rokksveitinni Jethro Tull). Tónlistarkonan Sandy Denny var aðalsöngkona sveitarinnar á árunum 1968-1975 með hléum. Hún lést árið 1978 en hún var eini gestasöngvarinn á stúdíóplötu hinnar fornfrægu hljómsveitar Led Zeppelin þegar hún söng dúettinn The Battle of Evermore ásamt Robert Plant á fjórðu plötu sveitarinnar sem kom út árið 1971. Sveitin hefur frá árinu 1979 staðið fyrir Cropredy-hátíðinni, árlegri þjóðlagarokkhátíð og er hún stærsti viðburður sinnar tegundar í Englandi og fer fram í útjaðri þorpsins Cropredy í Oxfordskíri.
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira