Er Quant F NanoFlowcell forvitnilegasti bíllinn í Genf? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 10:34 Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira