Eiginkonur og kærustur íslensku strákanna hitta þá bara einu sinni á meðan EM stendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 19:28 Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29
Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00