Eiginkonur og kærustur íslensku strákanna hitta þá bara einu sinni á meðan EM stendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 19:28 Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29
Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00