Calderón: Real Madrid er stefnulaust og leiðtogalaust Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 16:38 Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Ramon Calderón, fyrrverandi forseti spænska stórliðsins Real Madrid, kynnti í dag risastóra ráðstefnu um fótbolta og fjármál sem fram fer í Hörpu aðra vikuna í maí. Þar mæta menn á borð við David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóra Everton og Manchester United, Ruud Gullit, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, og Kevin Keegan, fyrrverandi knattspyrnustjóra Newcastle og Manchester City, og halda fyrirlestra. „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið að í langan tíma. Ég og fleiri áttuðum okkur á því að á Íslandi var eitthvað að gerast; þetta sem ég kalla „íslenska kraftaverkið“. Þið komust í gegnum erfiða tíma og hafið náð langt fjármálum og íþróttum. Það stóra var svo að komast á EM í fótbolta,“ sagði Calderón í viðtali við Vísi í dag. „Við ákváðum því að halda hér, þar sem kraftaverkið gerðist, ráðstefnu með viðskiptafólki og fótboltafólki. Þau geta kennt hvort öðru sitthvað og öll lært af því sem er að gerast á Íslandi.“ Calderón hefur eðli málsins samkvæmt mikinn áhuga á fótbolta, en það er hann sem á hugmyndina að ráðstefnunni og hefur hann nýtt sambönd sín til að fá þessa þekktu fótboltamenn og þjálfara til landsins. „Ég hitti samlanda þinn af öðrum ástæðum og á þeim tíma var ég að tala um við hann hvernig Ísland komst í gegnum fjármálakreppuna og árangurinn í fótboltanum. Ég átti því hugmyndina að halda ráðstefnu um þetta á Íslandi. Hún verður haldin í Hörpu sem er eitt flottasta hús sem ég hef séð í Evrópu.,“ sagði Calderón um hvernig ráðstefnan kom til. „Þetta er besta leiðin til að sýna fólkinu það sem er að gerast í fótboltanum hérna.“Zinedine Zidane er fjórði þjálfari Real Madrid á fjórum árum.vísir/gettyLélegt hjá Peréz Calderón var forseti Real Madrid frá 2006 til janúar 2009 þegar hann þurfti að hætta. Undir hans stjórn vann Real Madrid deildina tvisvar í röð. Florentino Peréz, núverandi forseti Real Madrid, hefur aðeins unnið deildina einu sinni síðan hann tók aftur við árið 2009, en þegar Peréz innleiddi Galácticos-stefnuna um aldamótin vann liðið spænska titilinn tvisvar sinnum. „Það er engin stefna um hvað skal gera hjá Real Madrid. Margir leikmanna liðsins hafa verið þarna í fjögur ár og verið undir stjórn fjögurra þjálfara á þeim tíma. Við erum með frábæra leikmenn en vandamálið er að félagið hefur enga leiðtoga,“ segir Calderón. „Í þessari stjórnartíð Pérez hefur liðið aðeins unnið deildina einu sinni. Það er mjög lélegt. Við verðum bara að viðurkenna það, að á sama tíma er Barcelona er að spila mjög vel.“ „Þetta er samt aðeins að lagast hjá okkur. Við unnum 7-1 á laugardaginn og Ronaldo skoraði fjögur mörk. Við skulum sjá til hvað gerist í Meistaradeildinni. Það er titill sem er hluti af okkar sögu. Við hjálpuðum til við að búa til þá keppni. Ég vona að við getum unnið Meistaradeildina,“ segir Ramon Calderón. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira