Tónlist

Bara Heiða frumsýnir nýtt lag og myndband á Vísi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt lag.
Skemmtilegt lag. vísir
Tónlistarkonan Bara Heiða frumsýnir í dag nýtt lag og myndband hér á Lífinu en lagið ber nafnið Stormtropper.

Sagan á bak við Stormtrooper lagið er um konu sem verður ástfangin af Stormtrooper sem strandaði á plánetunni hennar en þarf síðan að hverfa burt í orrustu. Þegar Stormtrooperinn fer veit hann ekki að hún er ófrísk. Hún verður ein eftir með barnið.

„Stormtrooperinn er myndlíking fyrir einhvern sem er fjarrænn draumóramaður á meðan konan er aftur á móti mjög jarðbundin. Þá fjallar textinn um þessar andstæður, jörð og loft og hversvegna slíkir aðilar eiga samleið um hríð en svo skilja leiðir,“ segir Heiða í samtali við Lífið.

Bróðir Heiðu, Daníel Jón og Haukur vinur hans fengu hugmyndina að myndbandinu.

„Þeir kalla sig Spunk Team Productions.. Myndbandið fjallar um Stormtrooper sem strandar á Íslandi og reynir að aðlagast lífinu hér. Fyrst gengur það brösulega en síðan kynnist hann yndælli nördastúlku og þá fara hlutirnir að horfa upp á við.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×