Kristinn Steindórsson var í byrjunarliði Sundsvall sem vann 1-0 sigur á Ängelholms FF í sænsku bikarkeppninni í dag, en markið kom seint í leiknum.
Markalaust var í hálfleik, en eina mark leiksins kom á 85. mínútu þegar Pa Amat Dibba skoraði sigurmarkið og lokatölur urðu 1-0.
Leikið er í fjögurra liða riðlum þar sem allir spila við alla, en efsta liðið fer svo áfram í átta liða úrslit. Sundsvall er ásamt Ängelholms með Malmö og Sirius í riðli.
Kristinn spilaði allan leikinn, en hann gekk í raðir Sundsvall frá Columbus Crew fyrir þetta tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson kom ekki við sögu.
Kristinn spilaði í sigri Sundsvall
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

