Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 20:32 Frá vinstri: Þau Henry Cavill, Gal Gadot og Ben Affleck verða öll meðal leikara í Justice League. Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38