BMW 8 kemur 2020 Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 09:29 BMW 7 er tiltölulega nýkominn af nýrri kynslóð og fær allsstaðar góða dóma. Þrátt fyrir að í vopnabúri BMW sé hinn nýi og gríðargóði BMW 7 ætlar fyrirtækið að smíða enn stærri fólksbíl sem enn meira verður lagt í og mun hann fá nafnið BMW 8. Þetta gerir BMW vegna þess að BMW 7 hefur ekki náð að keppa við Mercedes Benz S-Class bílinn, en sá bíll hefur selst í mun meira magni en BMW og Audi A8, sem einnig er að svipaðri stærð og í lúxusbílaflokki. Annað sem hefur áhrif á ákvörðun BMW að smíða BMW 8 er að hagnaður af smíða svona stórra og dýrra lúxusbíla er mikill og almennt hærri en af minni bílum lúxusbílaframleiðendanna. BMW ætlar að bjóða tvær gerðir af BMW 8, báðar með coupe lagi, en aðra fjögurra hurða en hina tveggja hurða og verður sú útgáfa hans einnig í boði sem blæjubíll. BMW stefnir að því að sýna tilraunaútgáfu þessa bíls árið 2018 og setja hann síðan á markað árið 2020. Bíllinn mun fá sama undirvagn og BMW 7 en verða örlítið stærri og kosta nokkru minna en Rolls Royce Ghost, en Rolls Royce er jú í eigu BMW. Verð þessa bíls verður líklega eitthvað yfir 100.000 dollurum, eða ríflega 13 milljónir. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þrátt fyrir að í vopnabúri BMW sé hinn nýi og gríðargóði BMW 7 ætlar fyrirtækið að smíða enn stærri fólksbíl sem enn meira verður lagt í og mun hann fá nafnið BMW 8. Þetta gerir BMW vegna þess að BMW 7 hefur ekki náð að keppa við Mercedes Benz S-Class bílinn, en sá bíll hefur selst í mun meira magni en BMW og Audi A8, sem einnig er að svipaðri stærð og í lúxusbílaflokki. Annað sem hefur áhrif á ákvörðun BMW að smíða BMW 8 er að hagnaður af smíða svona stórra og dýrra lúxusbíla er mikill og almennt hærri en af minni bílum lúxusbílaframleiðendanna. BMW ætlar að bjóða tvær gerðir af BMW 8, báðar með coupe lagi, en aðra fjögurra hurða en hina tveggja hurða og verður sú útgáfa hans einnig í boði sem blæjubíll. BMW stefnir að því að sýna tilraunaútgáfu þessa bíls árið 2018 og setja hann síðan á markað árið 2020. Bíllinn mun fá sama undirvagn og BMW 7 en verða örlítið stærri og kosta nokkru minna en Rolls Royce Ghost, en Rolls Royce er jú í eigu BMW. Verð þessa bíls verður líklega eitthvað yfir 100.000 dollurum, eða ríflega 13 milljónir.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira